mánudagur, ágúst 28, 2006

::: fjandans óheppni :::

Þá er búið að gera seinni tónleikana með sinfó norðurlands. Það gekk ekki síður vel en þeir sem voru haldnir á Klambratúni fyrir rúmri viku síðan. :-)

Ég var samt svo óheppinn þegar við vorum að ganga frá eftir tónleikana að einhvernvegin tókst mér að velta stóra effektarakknum hans Einars Björns ofan á vinstri ristina mína... Ég er sem sagt skoppandi um á hækjum þessa stundina.. sem er ekkert spes..
Þó var ekki hægt að hugsa sér betri stað á landinu til að lenda í svona löguðu, því Imba sys og Biggi mágur eru náttúrulega atvinnumenn í að ganga á hækjum!! Ég fékk því crash-course í því hvernig maður ferðast um á "4 jafn-hægum", og kann ég þeim bestu þakkir fyrir!!.

Jæja.. best að blogga ekki yfir sig..

bæ.

5 Comments:

Blogger pallilitli said...

Hvílík snilldar ósnilld var þarna á ferð kallinn inn.

28 ágúst, 2006 17:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og takk fyrir síðast gæskur!
Geggjaðir tónleikar !!
Já og verði þér aððí :-)

29 ágúst, 2006 19:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig ertu í'onum ?

06 september, 2006 21:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Og kveddnin ert þú í'enni, Imba mín, asso löppinnih?

07 september, 2006 20:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Bara helv... góð íenni takk :-)

08 september, 2006 19:45  

Skrifa ummæli

<< Home