fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Maður er náttúrulega bara alveg kol-vitlaus....

Ég var að enda við að panta mér STÓRA bassatrommu frá Yamaha. 26 tommu kvikindi!!!!! Einnig pantaði ég 16 tommu floor-tom. Bassatromman kostar u.þ.b. 140.000+ og kemur sennilega eftir 3-5 mánuði.. hin kostar e-ð minna... ég hef ekki hugmynd hvernig ég ætla að borga þetta, en það kemur bara í ljós..... Ó hvað verður gaman þá... einhver verður nú hávaðinn!!!!! (og fyrirferðin). Eini maðurinn sem ég veit til að hafi notað svona apparat var hann John Henry Bonham heitinn og ekki var nú lítið bassatrommusánd á þeim bænum..

En hef ég ekkert heyrt frá Nólsoy út af Lúddanum fína, en það hlýtur að lagast...

Búmm tiss búmm búmm tiss....

(sumir kaupa sér benza.... aðrir bassatrommu... tíhíhí)..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home