mánudagur, mars 15, 2004

::: Það er búið að aflýsa!!!! :::
Já lömbin mín, Söngvarakeppninni hefur verið aflýst! Þessi ákvörðun var tekin eftir að vér undirritaður og Mundi trylltum lýðinn á æfingu á laugardaginn. Það þykir ekki taka því að halda keppnina þar sem við höfum þegar sýnt hvað í okkur býr og væri það bara óþarfa umstang og vesen að halda þessa keppni..... Eins væri líka leiðinlegt að gefa öðrum þáttakendum falskar vonir.

Annars var ferlega ísígóíng-helgi hjá mínum.. version 1 & 2 hjá gamla og allir í fílíng... Skruppum ásamt afanum í A-Hún til að skoða 1 stk kirkju.... sem er bæ ðe vei teppalögð með ljótustu teppum í heimi! Rétt áður en lagt var af stað í bæinn aftur komum við við hjá hundabóndanum á ósi til þess að skoða Jaskinn... hvílíkt dýr!!! Eðvald Atli (version 1) sagði á leiðinni suður : "Pabbi, ég er ástfanginn af hundinum". Drengurinn sem er yfirleitt býsna var um sig í umgegni við dýr, svo ekki sé tekið sterkara til orða...

Heiðin há!!!!!!!!! já Heiðin er há..... tjalla tjalla tjei... og kannski verður stuð um næstu helgi... hvur veit?

Var ég búinn að segja ykkur að Handsome Joe verður orðin heimsfræg innan tíðar?? Reyndar vantar bandið nýtt nafn... einhverjar tillögur?

Það er gott að vera á dísel......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home