þriðjudagur, desember 14, 2004

::: sjitts end stöff :::

ýmislegt hefur nú á dagana drifið upp á síðkastið...
svo ég nefni nú nokkur dæmi af handahófi..inn nó partikjúlar order, má helst nefna eftirtalið: vinna, vinna, vinna.. starfsmannapartý á fös haldið í leikmyndinni (sem er nú bar með alvöru likker... það þarf auðvitað að halda kontinjúítí í þessu), sem var nú alveg í lagi... ég vinn með svooooo skemmtilegu fólki.. Ætlaði norður um helgina að sjá krakkana "mína" spila á jólatónleikum en sökum bifreiðarskorts fór ég hvergi....
í gærkv. var jólaglögg exton hadið ásamt tilheyrandi partýstandi og glækasti, sem varð til þess að 50% af hljóðdeildinni ásamt nokkrum öðrum í pródöggdssjóninni mætti ekki alveg í sínu besta formi í morgun... en samt voðalega hress öll sömul... allavega fram að H-degi... Á glögginu kom fram stelpubandið nælon, sem einhverjir vildu heldur kalla teflon og gauluðu þær í mæka sem helst eru ætlaðir rafgígjumögnurum... enda kannski alveg eins gott að láta þær væla í þá eins og hvað annað... H-punktur kvöldsins var 2mælalaust hljómsveitin exton-allstars, sem samanstóð af mönnum sem allajafn eru hinu megin við mixerinn,,, sem betur fer!!!! þeir örfáu sem kunnu á hjóðfæri (fyrir utan 1-2) af þessu heljarstóra bandi spiluðu á hljóðfæri sem þeir kunnu alls ekki á!!! prógrammið samanstóð af bláu augun þín, þönderströkk.. amk byrjuninni.. gítarlikkið var n.b. leikið á harmóniku af bassaleikaranum í þungarokksbandinu "sein" og jólahjól, sem fékk nýjan texta.. Einar hestur organisti og plóder frændi trommarinn í BP og þegiðu Ingibjörg réðu enganveginn við sig af hlátri sökum þessa nýja texta sem var einhvernveginn svona: undir atján hjóla trukk eeeeeer krakki... undir atján hjóla trukk er voðalega kraminn krakki..... o.s.frv.
Hljómsveitin var að sjálfsögðu klöppuð upp og tóku þeir aftur bláu augun þín. er lagið var í þann veginn að enda reif hrói (handsome hljóðmaðurinn á erveivs í fyrra) af sér gítarinn og braut hann í klessu...í einu höggi, sem honum þótti verst... sannarlega klæmaggs í anntíklæmaggsi..
það var mál manna að aldrei hafi verið eins vont sánd og á þessari samkomu hljóðmanna og tæknitrölla... sem var auðvitað hluti af gríninu...

en nú þarf að vinna upp svefn... góða nótt..

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home