sunnudagur, september 24, 2006

::: blogg :::

Ég er alveg agalega þunnur í dag!
Það var frumsýning á Mein Kampf í gærkveldi og að sjálfsögðu fylgdi þvi heljarmikið partý og nokkur gleði, sem breyttist svo í ógleði í dag.
Þetta er 1. dagurinn í laaaangan tíma sem ég er heima hjá mér. Búinn að vera í vinnunni 14-19 tíma á dag, undanfarnar vikur. Það er svo gott að tjilla bara, drekka kaffi og hlusta á Sniglabandið. Mundi átti snilldar input í þáttinn í dag, sem úr varð bara þetta skínandi lag hjá sniglingunum knáu :-). Gaman að segja frá því að ég átti smá þátt í gerð Panikkunnar, hljóðfæris dagsins. Ég sem sagt setti saman nokkra býsna ógnvekjandi hljóðeffektasúpu til þess arna.... Nóg um það.

Fóturinn er nánast alveg kominn í lag, sem er gott!!!

Skemmtilegt verkefni framundan: Ég er að fara að taka upp Magna og Dilönu á laugardaginn! Það verður gaman að sjá og heyra hvað kemur út úr því! :-)

Er þetta ekki orðið gott í bili bara?

Hafið það sem allra best öll sömul!

9 Comments:

Blogger pallilitli said...

Jú jú. Gott hef ég það.
Panikkan var snilld og effektarnir AUÐVITAÐ sniðugir :)

24 september, 2006 18:21  
Blogger Runar said...

Segðu Dilönu að taka Tinu Turner, held að Dialna hljóti að vera dóttir hennar.

Annars fínn þáttur hjá Sniglabandinu í gær, heilmikil umfjöllun um Silla á Farmalnum og lag og alles.

25 september, 2006 17:31  
Blogger Runar said...

Segðu Dilönu að taka Tinu Turner, held að Dialna hljóti að vera dóttir hennar.

Annars fínn þáttur hjá Sniglabandinu í gær, heilmikil umfjöllun um Silla á Farmalnum og lag og alles.

25 september, 2006 17:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Magni skragni og Dilana skrilana, þú ættir nú frekar að koma norður og skella þér á stóðréttarball á Þursabergih!

25 september, 2006 19:59  
Blogger Zillwester 2k said...

jahh... þú segir nokkuð gvuðmundur stuðmundur!!

26 september, 2006 16:18  
Anonymous Nafnlaus said...

já! allir á ball í Þursabergi !!!

26 september, 2006 17:20  
Blogger pallilitli said...

Já, allir, koma. Og Imba, ef þú mætir ekki þá verð ég BRJÁLAÐUR.

27 september, 2006 01:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Það væri nú alveg þess virði að sjá þig brjálaðann Palli minn, eeeenn tími nú samt ekki að missa af þessu balli !!!! Sjáumst hress !!
En þar sem þetta er nú komentin hjá mínum frábæra, snjalla og bráðgáfaða bróður þá ætla ég hér með að segja: Hæ Silli! Gangi þér vel á laugardaginn !

27 september, 2006 23:00  
Blogger pallilitli said...

Takk fyrir stuðninginn á ballinu Imba. Og Silli, TAKK ROOOOOOSALEGA FYRIR HJÁLPINA MEÐ BEHRINGER-INN.

01 október, 2006 05:32  

Skrifa ummæli

<< Home