miðvikudagur, nóvember 15, 2006

:: sei sei :::

Þá er komið að bloggi góðir hálsar!

Senn líður að jólum, allavega virðist svo hér í borg óttans. Jólaskraut komið utan á Kringluna og hvaðeina. Ég er svo mikið á móti því að halda svona haust-jól.. enda verður maður löngu orðin leiður á skrautinu og glysinu þegar jólin loksins koma.

Ég átti ammli um daginn og fékk forláta úr í ammlisgjöf.. voðalega fínt!

Eins og alltaf, hefur verið mikið að gera upp á síðkastið, þó aðeins sé farið að róast aftur í bili... sem er hið besta mál!

Frúin var að fá sér bíl.. Fundum þennan afskaplega fína bíl á virkilega góðum kjörum. Þetta er svona púta sem eyðir engu, en er samt alveg þrælskemmtilegur til aksturs. Synir mínir eru vægast sagt alsælir með gripinn, enda eru allskyns "gadget" í honum sem ungum mönnum þykja skemmtileg.

Jæja.. vinnan kallar (mig Silla)...

Hafið það sem best öll sömul.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hæhæ, algjörlega sammála þessu með jólin, algjörlega búið að taka alla stemmningu úr þessu, bara kaupa, kaupa, kaupa.
Til lukku með pútuna en er frúin búin að selja jeppann ?

18 nóvember, 2006 14:32  
Blogger pallilitli said...

Já einmitt. Hvað verður um jeppalinginn? Og hverskonar vinna er þetta eiginlega sem þú ert í? Það er bara ekki rassgat að gera hjá þér :)

19 nóvember, 2006 00:40  

Skrifa ummæli

<< Home