miðvikudagur, mars 28, 2007

::: PowerMac :::

Vei!!!..

Þá er "nýja" tölvan mín að leggja af stað frá ammríku, loksins. Það merkilega er að þessi nýja er eldri en sú gamla... HEEE??? kann einhver að segja, en svona er það nú samt! Þá vantar bara skjái við skrýmslið og þá er aldeilis hægt að rokka feitum hesti.. eða eitthvað.
Ég man ekki hvort ég var búinn að nefna það en við erum að fara til Berlínar strax eftir páska.. ja eiginlega um páskana.. þ.e.a.s. 2. í páskum. Ég hlakka ekki lítið til!! Ég var líka að fatta það að ég fæ (eins og flestir aðrir í leikhúsinu) 9 daga páskafrí... veeeeeei.. kann einhver að segja, en svona er það nú samt! Það er ekki alslæmt að vinna í leikhúsi ;-). Þar að auki fæ ég 9 vikna sumarfrí í sumar... sem er ekki leiðinlegt, get ég sagt ykkur... Núúúúú? kann einhver að spyrja, en svona er það nú samt!
Jæja, ég ætla út að hjóla í góða veðrinu.

brúmm brúmm.

sil

2 Comments:

Blogger aldisojoh said...

Vá... af hverju var ég ekki búin að taka eftir því að þú værir farinn að blogga aftur... hmmm. Enívei.. velkominn aftur.. og knúsaðu nú Gúndý fyrir mig....

28 mars, 2007 21:09  
Blogger Zillwester 2k said...

Vill dú! :-)

29 mars, 2007 10:25  

Skrifa ummæli

<< Home