mánudagur, febrúar 05, 2007

::: mótorhjólaveiki :::

Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá mörgum að ég er afar illa haldinn af vélhjólasýki "motorhjolus incubus spiritus chronicus".
Helstu einkenni eru m.a. svefnleysi sem getur snúist upp í andvöku heilu og hálfu næturnar, ofdrykkja (til að geta sofnað), endalaust bögg af hálfu sjúklings í garð eigenda vélhjóla.
Helstu áhættuhópar eru þeir sem af völdum vinnu eða annarskonar gleðskapar eru þvingaðir til samneytis við meðlimi Sniglabandið og aðra eins snillinga, sem eru reyndar ekki margir hér á jörðu.
Sjúkdómur þessi kemur sér iðulega fyrir hjá ungum mönnum en getur, ef ekkert að gert, lagst í dvala. Þó er eins líklegt að hann skjóti upp kollinum síðar á æfinni.

Enn hafa engin lyf verið fundin upp við þessari pest og lítur ekki út fyrir að svo verði í bráð.

3 Comments:

Blogger pallilitli said...

Jæja kallinn. Og ertu búinn að kaupa þér hjól?

12 febrúar, 2007 10:02  
Blogger pallilitli said...

Einmitt.... talandi um að sinna síðunni :)

01 mars, 2007 17:33  
Blogger pallilitli said...

Nákvæmlega. Sammála seinasta ræðismanni :)

13 mars, 2007 19:42  

Skrifa ummæli

<< Home