þriðjudagur, desember 18, 2007

::: bara endalaust! :::

Það er aldeilis að maður er að rakna úr roti bloggleysis og ritstíflu... Bara blogg á hverjum degi!

Nú sem svo allt of oft er allt vitlaust að gera. Ég þarf að ganga frá einni plötu í kvöld og svo er auðvitað nokkurskonar frumsýningarvika núna, þar sem þetta er síðasta vikan fyrir frumsýningu á Súperstar, því að frá síðasta æfingadegi og fram að general-prufu líða 5 dagar... og það er alveg hellingur á þessu viðkvæma og mikilvæga tímabili í ferlinu... En það er ekkert víst að þetta klikki.. Ég held meira að segja að þetta sándi bara nokkuð vel, þó ég segi sjálfur frá.
En svakalega tekur það allt úr manni að standa í þessu. Ég finn ekki minnstu agnarögn af jólaspenningi eða tilhlökkun.. sem er ekki gott. Maður verður að fara að slaka aðeins á í þessu, enda hefur þetta bull álag aldeilis kostað sitt.. og miklu meira en það.

Jæja nóg af væli..

Kannski kemur meira fljótlega, hver veit? :-)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tjahhh.... þetta segi ég nú bara með þér: Hver veit?

En velkominn á bloggfætur og hvaða plata er þetta sem verið er að fráganga þessa dagan?

Gilsi sendi mig með ca 10 stk af þeirra nýju plötu hingað til Danmerkur handa vinum og vandamálamönnum hér úti... tíhíhí.
Þar af fékk ég einn.... hhaaaahhahhahahahaahaha.

Segðu svo að það sé ekki hressandi að blogga bumbuzetor minn góður.

Habbðu það gott.

19 desember, 2007 16:28  
Blogger Zillwester 2k said...

Takk kæri páddl. Plötugreyjið heitir "Beint af skepnunni" og er frumraun Héðinns nokkurs Jónssonar frá Akranesi. Þetta er svona trúbadorastöff..

24 desember, 2007 14:00  

Skrifa ummæli

<< Home