sunnudagur, apríl 01, 2007

::: stuuuð :::

Það er búið að vera svo gaman um helgina!

Ég var rétt í þessu að klára sýningu á "Ást", sem var sú 4. á jafn mörgum dögum. Bullandi gangur á þeim bænum.
Í gær keypti ég hjálm handa G-finnunni og fórum við smá rúnt. Sem betur fer þótti henni mjög gaman á hjólinu og vildi bara helst ekkert hætta að hjóla!
Í gærkvöld ( eftir sýningu ) skrapp ég heim til Jóns Þórs "bróður" þar sem stödd voru skötuhjúin Mundi "bróðir" og kona hans; Sdögg. Þar var drukkið pínulítið og allir í svaka stuði!
Þar sem Ronja ræningjadóttir er loksins komin í rekkju og nennir ekki að sýna sig meira .. í bili a.m.k.... þá átti ég í frí í dag ... fram að sýningunni í kvöld.. sem gaf okkur hjúum ( þó ekki hjónum.. ennþá a.m.k. )tækifæri til að fara í ökuferð á fáknum fráa, og fórum við um víðan völl á þessu yndislega farartæki. M.a að Þingvöllum o.fl., eftir að hafa fengið lánað það sem upp á vantaði í hlífðarklæðnai á G, hjá Bó Pló frænda mínum.
Þetta var náttúrulega frábærlega skemmtilegt og fengum við hér um bil allar gerðir af mögulegu veðri.. þó hvorki snjókomu né sandstorm, en eiginlega allt annað en það.

Sem sagt.. helgin var alveg frábær!!

Þið verðið að afsaka þennann snubbótta pistil, en kallinn er ofurlítið þreyttur núna og lofar bót á þessu fljótlega.

Farið vel með ykkur,

Sil

4 Comments:

Blogger pallilitli said...

Jæj Silli minn. Mikið ROSALEGA er gaman að að lesa bloggin þín. Ehhh.... hehehe..... kann Silli að segja núna en það er sko ekkert Ehhh.... hehehe..... með það. Þetta er sko ekkert grín.

02 apríl, 2007 22:05  
Blogger Zillwester 2k said...

ehh... takk..

02 apríl, 2007 22:39  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með fákin.
á ekki að gefa upp tegund, vélarstærð og fl,

04 apríl, 2007 14:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Held það se svipað þessu hjóli

http://cgi.ebay.com/ebaymotors/INDIAN-POWERPLUS-c-1917_W0QQitemZ130095933991QQcategoryZ6709QQssPageNameZWDVWQQrdZ1QQcmdZViewItem#ebayphotohosting

04 apríl, 2007 21:00  

Skrifa ummæli

<< Home