þriðjudagur, maí 22, 2007

::: þetta er nú meira bloggið :::

Það er alveg með ólíkindum hvað það gengur illa að blogga, eins og það er nú frá mörgu að segja.. Það er svo margt sem ég get sagt frá að ég get alls ekki fundið það út á hverju skal byrja! Svo er það líka að ég man ekki hvað ég skrifaði síðast... það er svo langt síðan og ég nenni ekki að gá að því. Þið verðið því bara að afsaka ef ég er eitthvað að endurtaka mig.
Ætli það sé ekki best að byrja á vinnunni og utanlandsferðum...
Eins og hefur líklega komið fram.. og ef ekki, er það enn betra... þá er rólega sumarið sem ég ætlaði að eyða í notalegheit og mótorhjólaspan smátt og smátt að breytast í sumar hinna mörgu utanlandsferða, sem er jú fínt bara sko.. Ég var alveg búinn að ákveða að vera rólegur og njóta þess að vera í löööööngu sumarfríi í sumar og taka helst engin gigg að mér nema eitthvað alveg sérstakt kæmi upp. Nú er það sem sagt þannig þau eru orðin þó nokkur *alveg sérstakt* giggin. M.a. er ég að fara með hljómsveit allra landsmanna til svíaríkis nú í byrjun næsta mánaðar og skal þar mikið skemmt (hér í merkingunni skemmtan, gleðilæti, stuð ), bæði innfæddum sem útfæddum. nokkrum dögum síðar er ferðinni heitið til danaveldis (með viðkomu á frostbitna grjóthólmanum, eins og Skúli vinur minn Gautason orðaði það) í þeim erindagjörðum að taka upp heilan hljómdisk..... Nú myndi vinur minn páddl koma með grín og segja að maður þurfi nú ekkert að leggja leið sína til útlanda til að lyfta diskum....
Allavega... ég ásamt sniglbendingum ætlum að taka upp lög á hljómdisk þarna í stærsta og flottasta stúdíói í baunverjalandi og meira að segja skandinavíu allri! Það verður nú meira fjörið! Þarna hafa nokkrir nokkuð kunnuglegir tekið upp eins og t.d. Elton John, Sting, Sissel Kjyrkebø, Mezzoforte, Limahl, Leningrad cowboys, Billy Cobham, Bachmann Turner Overdrive, Lisa Ekdahl, Metallica, Depeche Mode, Land & Synir, Stebbi & Eyfi.. .og svo bráðum við!!! Jú og að sjálfsögðu og ógleymdum Kim Larsen.
Þegar öllu þessu er lokið er svo stefnan tekin beint til Þýskalands (enn einu sinni:-) ) þar sem stórsveit Jakobs Frímanns treður upp m.a. á mjög spennandi festivali í germaníubæ. Þegar þarna er komið við sögu er júní mánuður ekki liðinn...
Júlí byrjar rólega, alveg þangað til ca. 5.. Þá á að hjóla í Norður Þingeyjarsýslu og taka þátt í landsmóti bifhjólamanna, ásamt því að mixa 2-3 gigg... svona líður sumarið elskurnar og ég ætla ekki að þreyta ykkur með fleiri upptalningum að sinni... Enda verðið þið bara öfundsjúk og farið að hringja í mig og anda í símann... ekki viljum við það!!!!... eða hvað?
Ég er annars á kafi í sýningu sem á að forsýna meðan ég er í svíþjóð þannig að það er betra að halda sig við efnið og láta hendur standa fram úr Evrum!!!

Að lokum læt ég fljóta með eina myndagátu...

Spurt er: Hver er þessi konah?

15 Comments:

Blogger Runar said...

Það verður nóg að gera gamli.
Hvar þetta stúdíó í Baunalandi?

Taktu stuttbrókina með, það er spáð heitasta sumri í sögu Margrétar Þórhildar Alexandrínu Ingridar.

23 maí, 2007 14:41  
Blogger Zillwester 2k said...

Jú góði minn.. stúdíóið er einhversstaðar á jótlandi.... Gott ef það verður HEITT!!!

23 maí, 2007 14:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Veidiggih....

Segðu okkur.

24 maí, 2007 11:31  
Blogger Zillwester 2k said...

sonnahh!!! þú getur betur!! hún er fræg.

24 maí, 2007 15:17  
Anonymous Nafnlaus said...

Noh.. Þabbarasonna!!!
Átta mig nú ekki á þessari konu, gætir þú komið með vísbendingar ? ha? ha?
Er hún af erlendu bergi brotin ?
ha?ha?

24 maí, 2007 18:22  
Blogger Zillwester 2k said...

nii.. hún er rammíslensk.... íslensk eins og KEA-skyr... eða húsavíkurjógúrt!

24 maí, 2007 18:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Ok, hún er semsagt norðlensk.
Birgitta Haukdal?
Helena Eyjólfs?
Júlla systir ömmu minnar? Sem bæðevei er ekkert fræg.

Það eru bara ekki til fleiri frægar að norðan.
Þessvegna lýsi ég getraun þessa ógilda.

25 maí, 2007 12:46  
Blogger Zillwester 2k said...

Bing Ding DONG!!! Og það var rétt.. Guðmundur Helgason er sannarlegur sigurvegari að þessu sinni og hlýtur í verðlaun nafnbótina Sigurvegari spurningakeppni sillhjálms heljarskinns 25. mæ 2k7!!!!!

Til lukku með þetta og njóttu vel.

Nú er það ykkar hinna að geta hver af þessum tilgreindu er "hin eina sanna"!

25 maí, 2007 17:53  
Blogger Helga Hin said...

Iss, piss... til hvurs að fá okkur hin til að segja eitthvað þegar Mundi er þegar búinn að vinna nafnbótina? Og hvað hefur maður svosem upp úr því? Ekki neitt annað en nafnbótina Næstum-því-Sigurvegari spurningakeppni sillhjálms heljarskinns 25. mæ 2k7!! AKA Lúser!

En af því ég er EKKERT tapsár ætla ég að giska á að þetta sé Júlla ömmusystir Guðmundar vinnara. Ja, þetta er kannski ekkert gisk, konan á myndinni er greinilega gullfalleg og mér finnst hún líkjast títtnefndum Guðmundi mikið, sérstaklega hárið, svo ég er nokkuð sigurviss...jah, eða tapviss því ekki vinn ég mikið við þetta.

26 maí, 2007 12:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Ok, þetta er í fyrsta, og örugglega síðasta sinn sem ég verð sagður líkjast Birgittu Haukdal, því þetta er jú vissulega hún.

Best að reyna að njóta þess sotla stund.

26 maí, 2007 13:05  
Blogger pallilitli said...

Ekki SKIL ég hvernig þér dettur í HUG ÞINN, herra Sillhjálmur Heljarskinn 25. mæ 2k7, að halda því fram að ég hefði komið með þesslags ódýran húmor inn á svona líka mikilsvirta bloggsíðu sem er með myndaspurningakeppnir og allt. Ekki veit ég hvort ég á að móðgast, hlæja... nú eða gráta. Svo gáttaður er ég á þessari "hugsanlegu-en-samt-kannski-
raunverulegu" hugsun þinni og get sagt þér algjörlega beint frá hjartanau að AUÐVITAÐ.... og ég stend við það sama hvert á land sem er farið..... frá íslandi.... að AUÐVITAÐ (aftur) þarf að koma til danaveldis til að lyfta diskum. Það segir sig bara sjálft. Ég get ekkert útskýrt það betur en þetta er mín tilfinning.

Eins skil ég ekki heldur afhverju þú segir fólki sem okkur (reyndar hefurðu allt-klárt sagt mér það) frá því geisladiskum hvaða hljómsveitar þú ætlar að lyfta hér í DK. En ég býð þig afskaplega vel velkominn hingað á SKÓGIVAXNA sandrifið eða sandskerið Danmörku og hlakka mikið til að geta "kannski" kíkt til ekkar í þorpið Kærby, sem er ekkert langt frá vindmylluverksmiðjubænum Randver.... afsakið en þarna urðu 10 fingrum mínum (og þar af einum skornum í fingurgóm íklæddur plástri) á í messunni. Þeir ætluðu að rita Randers en ekki Randver.
En nú er mál að linni að sinni. Best að hætta hér að rita comment svo að þessi færsla verði nú ekki lengri en bloggfærslan sjálf. HELD OG LYKKE MIN VEN og venlig hilsen til spússu þinnar.

28 maí, 2007 06:41  
Blogger Zillwester 2k said...

jahhh... ehhh.. takk :-D.

Gleðileg jól sömuleiðis vinur minn :-%

29 maí, 2007 18:54  
Blogger Unknown said...

JAMM BIRGITTA HAUKDAL

31 maí, 2007 21:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja de er feðö

10 janúar, 2008 09:34  
Blogger Niðurlendingur said...

Ja de er feðö,de er ikke noget mer om dat te segen

10 janúar, 2008 09:35  

Skrifa ummæli

<< Home