föstudagur, október 15, 2004

::: tjah :::

Sjálfsagt finnst einhverjum sem ég skuldi ferðasögur.... en það verður bara að hafa það...
Það er allavega búið að vera alveg þrælgaman á þessu flakki um "nýjar" grundir, sem ég geri mér vonir um að haldi áfram þegar líður að nýju ári...

Allavega.. Í næstu viku byrjar ballið.. Airwaves!!! hátíð í bæ.....
Ég er bínn að taka að mér að vera á NASA mið-lau að hljóð með honum Gunna Sigurbjörns stórsnillingi... Það verður semsagt rússneska Stuðmanna-mafían sem sér um sándið á Nasa... húllum hæ...
Ég er reyndar svo afslappaður gagnvart þessu að ég hef enn ekki hugmynd um hverjir verða að spila þarna.. enda er þetta allt saman bara einhver hávaði, ekki satt?

Hejdo

þriðjudagur, október 05, 2004

::: enn af NY :::

það er alveg dæmalaust skemmtilegt hérna.. fórum á ströndina í gær...Long Beach.. höfðum hana nánast út af fyrir okkur af því að aumingja kanarnir halda að sumarið sé búið... en við vorum þarna í 24 stiga hita og sól að baða okkur í Atlanshafinu... helv... fínt bara..
Í gærkv. skelltum við okkur á "Smoke" sem er lítill djassklúbbur hér í bæ.. hitti ég þar engan annan en Bernard nokkurn Purdie, sem er öllum trommurum góðkunnur... hann er gaurinn sem fann upp "Purdie shuffle".. fyrir þá sem vita ekki hvað það er, þá er lagið "rosanna" með Toto fullt af slíku bíti... kallinn var bara hinn hressasti og ætla ég að kíkja á kauða performera á föstud.
Annars er þetta búið að vera alveg fokking geðveikislega skemmtilegt hérna og hef algjörlega kolfallið fyrir NY.. og reyndar fleiru :-)
Welll.... ég er að fara í Sam Ash´s , sem er ein al stærsta hljóðfæraverslun í USA...

teik ker...

chilli.