mánudagur, september 29, 2003

tónleikar!!!!

jæjeskuddnar...

Hljómsveitin Handsome Joe ætlar að halda tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga, næsta sunnudag kl. 20:30
Það er frítt inn!!!

...kommon evríboddí...

föstudagur, september 26, 2003

öppdeit... frá icelandairwaves.com

Handsome Joe
Handsome Joe and the other less handsome Joes is a strange collective of pure-bread Icelandic hill-billies. With their roots in towns with names you couldn´t even pronounce, they´ve worked on their music under circumstances that would drive any other musician nuts. In towns with nothing but a gas station that closes before dinnertime, and with not much else to do, they´ve taken their musical heritage of old-school Icelandic traditional music and mixed it with their sometimes not-so-current influences. We could name Tom Waits, Shellac, Louis Armstrong, Johnny Cash, Marlyn Monroe, Steve Ray, Notwist, Yo la tengo, Joy division and many others, but does that really give you any idea? No, you´re probably even more confused. So, why not drop by at Vídalín and see what these guys are all about? They´ve previously been in bands such as lúna, Serðir Monster, Punk ass m.f. and eksetra. But that was then and this is now. Now.. nownow. Now!

oþaéldénú!!!

borgó... hí æ komm

jæja.. þá er að smella sér til b.nes á námskeið....

heido..

loksins loksins...

Hljóðtæknir
Hljóðtæknir starfar við Útvarp, Sjónvarp, Hljóðver, Myndver, Margmiðlun og Sviðslistir.
Hljóðtæknir hljóðritar eða fangar talað mál og tónlist ýmist til notkunar strax eða til geymslu eða notkunar síðar. Hann hefur sérþekkingu á hljóðnemum og hljóðnematækni og á tækjum þeim tengdum sem og hljóðhönnun. Hann leggur alla kapla og snúrur sem þarf til verkefnisins og tengir saman og prófar allan þann búnað sem á þarf að halda. Einnig sér hann um að rafmagnsþörf sé mætt og skipuleggur vararafmagnsleiðir ef á þarf að halda. Við störf á vettvangi, innan um almenning, þarf hljóðtæknir að taka tillit til öryggisþátta vegna þess tækjabúnaðar sem hann notar þar. Hann stjórnar hljóðblöndun við allar hljóðritanir og/eða hljóðmiðlun á vettvangi, í færanlegum hljóðverum og staðbundnum hljóðverum. Hann sér um klippingar, samskeytingar og lagfæringar á efni, langoftast í stafrænu tölvuumhverfi eða aðra þá eftirvinnslu efnisins sem óskað er eftir. Hann auðgar upprunahljóð með ýmsum áhrifatækjum og hugbúnaði (effects) eða jafnvel hljóðskreytiefni/aukahljóðum. Hann kemur efni fyrir í því formi sem óskað er eftir og skrásetur upplýsingar um það. Hann sér um hljóðsetningu til dæmis við kvikmyndir og talsetningu myndefnis í hljóð- og myndveri. Við beinar útsendingar í útvarpi og sjónvarpi sér hljóðtæknir einnig um samband við höfuðstöðvar frá vettvangi sem getur verið á símalínum á milli lands- eða bæjarhluta, með ljósleiðara, í loftinu, með gerfihnattatækni eða öðrum leiðum. Við beinar sjónvarpsútsendingar þarf hljóðtæknir oft á tíðum að samræma tal og mynd með sérstökum tækjabúnaði. Hljóðtæknir les af mælitækjum sem notuð eru við ýmsar aðstæður, t.d. þar sem mæla þarf bergmál eða hljómburð á einhvern hátt eða sendistyrk af ýmsum tækjum sem notuð eru. Hann þarf að hafa góða tölvuþekkingu og gott vald á ensku. Hljóðtæknir situr í útsendingarstjórn í útvarpi og tengir saman eða á milli hljóðvera við útsendingar eða stýrir tækjum þeim sem spila dagskrárefnið. Hljóðtæknir þarf að hafa “Gott eyra” og/eða tónlistarmenntun.

Nú veit maður hvað á að gera....

lalllla lallla laaaaa


og nú er hægt að sækja lala la la laaaag....

Verði ykkur að góðu.... (rrrroooooooop)..

fimmtudagur, september 25, 2003

riggjivíggí

skrýtið..
eins og ég var kominn með upp í háls af reykjavík, þá alveg dreplangar mig að fara þangað í nokkra daga, bara að tjilla og hanga á kaffihúsum, hitta gengið og fara á tónleika...
Svona er veröldin hverful....

algjör snilld :-)

Vídalín 17.10.2003

20:30 - Lokbrá
21:00 - Pollock
21:45 - The Moody Company
22:30 - Örkuml
23:15 - Handsome Joe
00:00 - Hudson Wayne
00:45 - Úlpa


Handsome Joe and the other less handsome Joes is a band from all over Iceland. The members live in Reykjavík, Borganes, Hvammstanga and at Vatnsnesi. We have been playing together for only just 8 months. The members have been playing in all sorts of bands all over Iceland for example Loðfíllinn Pamela, lúna, Serðir Monster, Schnitzell, Langbrók, Haggish, Flow, Debate, Punk ass m.f. and eksetra. The music we play can be described as a cross between indie rock and polka music with a touch of native Icelandic music and blues... to make it simple, just rock music. The line- up is based on the usual two guitars, a bass and drums but occasionally we ad session Joes with all sorts of instruments for ex. piano, harmonica, trumpet and accordion. The members are Guðmundur H. Viðarsson (bass), Jón Rafnar Benjamínsson (guitar), Jóhann Ingi Benediktsson (guitar) and Sigurvald Ívar Helgason (drums). At the moment we are listening to Tom Waits, Shellac, Louis Armstrong, Johnny Cash, Marlyn Monroe, Steve Ray, Notwist, Yo la tengo, Joy division and many others. So, we invite you to see Joe the handsome platform runner and if you are lucky you should get a glimpse of the rest, the less handsome Joes, in his shadow, gasping in bliss.

tekið af icelandairwaves.com

miðvikudagur, september 24, 2003

það er komið inn

jíbbs... það er héddna

sssswwwwing

þriðjudagur, september 23, 2003

Airwaves

Gummi bassaleikari var á fundi í kvöld með Airwaves genginu..
Við erum að spila föstudaginn 17/10 ca. kl. 23:30 (þriðja síðasta band)... á Vídalín..

Nú þurfum við á ykkar hjálp að halda!! Það væri alveg frábært að sjá ykkur elskulega fólk á svæðinu.. hvað segið þið um það?

Ef einhvern langar voðalega að heyra músikina okkar þá er alveg séns að ég geti reddað því :-)

tjú tjú.....

mánudagur, september 22, 2003

Afmæli...

stúlkan með stóra hjartað á afmæli í dag.....
-til hamingju með þrítugastaogfyrstaaldursárið-

helgin...

Það var nú ekki lognmollan um þessa helgina.. Bátar slitnuðu frá bryggju, gámar færðust úr stað, tré brotnuÃðu og ég veit ekki hvað
Ég varð nú bara ekkert var við þetta, svo undarlegt sem það nú er ??
Við strákarnir í Handsome Joe lokuðum okkur inni í­ Sóllandi meira og minna alla helgina. Það var byrjað klukkan 10 á laugardagsmorgni, stillt upp og tekið upp til rúmlega 1 um nóttina. þá voru við nú svo góðir með okkur að okkur fannst við eiga skilið að kíkja aðeins á Gunnu... þar var slatti af fólki... reyndar karlmenn af erlendu bergi brotnir í­ miklum meirihluta :-(
Undirritaður ofmat stórlega þol sitt og úthald gagnvart blessuðu áfenginu og var orðinn talsvert mikið hífaður, er hann dröslaðist heim til sí­n einhvertí­man seint um nóttina.....
Sunnudagurinn hófst svo með "6 missed calls" um 10 leitið... farið í stúdíó Sólllland og haldið áfram að taka upp... kóræfing klukkan 15:30, messa klukkan 17 og svo sólland aftur kl. 18.... um klukkan 1/2 8 í­ morgun vorum við svo tilbúnir með upptökurnar og er útkoman bara alveg þokkkaleg... 7 lög í alveg bærilegum hljómgæðum.......
þeir voru doltið þreyttir strákarnir í­ morgun og eru sumir af þeim ekki farnir að sofa enn..... úff.....

En eins og skáldið sagði: ....... það er erfitt........en það er gaman....

splioojjjng


föstudagur, september 19, 2003

oj bara

Þegar manni leiðist og nennir ekki neinu... allavega ekki að sinna vinnunni sinni, þá er oft tekið til þess ráðs að skrafa um veðrið....

vess-o-gúð

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: *Suðvestan 13-18 m/s og súld eða rigning með köflum, en 18-23 með kvöldinu. Lægir talsvert nálægt hádegi. Hiti 8 til 13 stig.

viðbjóður... semsagt :-(

nú er lag..

ég get ekki annað en tekið undir ritara einn á rónasíðunni. Það er voðalega lítið um að vera hérna á tanganum... menn ekki alveg búnir að sætta sig við að sjopputani er farinn heim klukkan tíu og gunna rokk hætt að rokka einhvertímann seinnipartinn, þó það sé nú e-ð á reiki... ehemm.. lítið rokk í því.
ég mæli með því að ungmennafélagið taki sig til og rífi árarnar upp úr bátnum og skipuleggji bingókvöld 5 sinnum í viku.. ég er alveg með það á hreinu að elli´ennar möggáþverá, gummi vil, goðsögnin, dóribet&fúsa ehf og miklu fleiri myndu drífa sig og binga og binga...
Svo má auðvitað koma á stofn störukeppni eða keppni í skurðamokstri innannhúss, án atrennu.

Ég hvet Bjössa Pól að gera e-ð í þessu...

fimmtudagur, september 18, 2003

algjör snilld

þetta er alveg sjúklega fyndið.... sérstaklega fyrir áhugafólk um fótbolta....

Handsome joe

Upptökur um helgina!!!
Jói kemur með fulla toyotu að míkrófónum og dóti frá exton svo við ættum að geta tekið upp stöff um helgina...
s-p-e-n-n-a-n-d-i....

hallelúja!!!

nú er kórinn að fara í gang aftur.. það er gott að syngja í kór:-)

kíkið á þetta

bryndís er farin að blogga um ansi skemmtilega og fróðlega hluti kíkið á það..

miðvikudagur, september 17, 2003

spil...

Hvernig líst ykkur á að setjast niður á gunnukaffi eitthvert kvöldið og grípa í spil?
það gæti nú verið skemmtilegt.... hó hó hó.... tjilla með sinnamonn..

1..2....1...2

sko minn...
fór í dag og endurnýjaði vörkátgallann og skellti mér í sund og svo í gymmið og svo aftur í sund... assgoddi hressandi...
það er orðið ansi langt síðan ég fór síðast... EN nú er tími iðjuleysis og leiðinda á enda... og skal skrokkurinn skrældur í skrækjandi skrúð... eða þannig sko.
Verst hvað tækjaklefinn er pínkulítill, en þröngt mega sáttir..

þriðjudagur, september 16, 2003

kíkja á schnitzelið....

LADIES AAAAND GENTLEMEN......
........þeir eu byrjaðir að rokka.......

fimmtudagur, september 11, 2003

pæling....

Eins og þeir sem mig þekkja vita, þá er ég nú ekkert sérstaklega lítið hrifinn af allskyns vélknúnum farartækjum... Nú stendur til að endurvekja mótorhjóladelluna, sem hefur verið í roti sökum blankheita og annarra utanaðkomandi ástæðna... ég er að reyna að pranga út Suzuki GSX 1100 F, 138 hestafla græju... Og gengur það bara nokkuð vel... Er að fara að kíkja á apparatið í kvöld... dúddúrrúddúdúúúúú

þriðjudagur, september 09, 2003

nýjir linkar...

sko....
ég henti inn link þar sem nokkrir af okkur tæknidruslunum erum að blogga..... Og svo náttúrulega á berdreymnu prinsessuna...

Takk fyrir og góða nótt...

Old York

ég held ég sé búinn að komast að niðurstöðu með New York ferðina..
Ætli það sé ekki best að hanga heima í vetur...... hugsa svo kannski um þetta í vor....eða ekki.....

mánudagur, september 08, 2003

Jæja þá....

já það var ansi merkileg ferðin sem ég fór með The Hefners um helgina...
ég var sóttur hingað inn á tanga um kl. 03 á föstudagskvöldið... Fengum okkur smá öl á leiðinni, þ.e.a.s. þeir sem voru vakandi og ekki akandi.. Lentum í Munaðarnesi ca. kl 04:30... LÚLLL til tólf og kaffiþyrstir í meira lagi fórum við niður í Baulu og svöluðum okkar helstu þörfum.. (kaffi, sígó, rækjusamlokur...)..
Brunað í bæinn með viðkomu í Exton.. takk Ingvar, jor ðe man... so til Keflavíkur, þar sem við áttum að spila á útisviði klukkan fimm og svo á "Zetunni" á balli um kvöldið... Fljótlega kom í ljós að The Hefners voru HVERGI auglýstir, ekki í dagskránni sem var búin til fyrir hátíðina og bara hvergi?? Jæja.. trítluðum út á útisvið og fann ég þar þá Silla Bötter og Jón Skugga, góðkunningja og félaga mína frá fornri tíð... Þeir vissu voða lítið um það hvernig prógrammið var á sviðinu. Þar að auki voru engar græjur: hvorki trommusett né magnarar (sem er alltaf á svona hátíðum þegar mörg bönd eru að spila).... stuttu seinna rennur í hlað bíll fullur af kebblvíssgumm hljómsveitagaurum, og kom í ljós að þeir áttu að spila þarna á undan okkur, eða kl. hálffimm... allt í fína með það.. þeir redduðu græjum og alles... EN Bassaleikaraviðundrið í þessu bandi sagði: "ég lána ekki græjurnar mínar"... Guðni bassaleikari T.Hef´s og einstakur ljúflingur: "Ha?". Bassaleikaraviðundrið: "já ég bara lána aldrei græjur" og snéri sér undan, ansi vandræðalegur... Við vorum svo hissa, og fórum bara að gera grín að honum... þið vitið svona herma eftir honum "án þess að hann heyrði"... hann var orðinn ansi vandræðalegur greyið... en gaf sig ekki.. Sökum þess að klukkan var alveg að verða fimm og þetta band ekki búið að stilla upp og af því að söngvarinn okkar var ekki kominn til KEF og af því að það var ekki hræða þarna og af því að við vorum hvergi auglýstir og af því að það var að byrja leikur eftir 40 mín, var ákveðið að sleppa þessu bara.... þannig að við fórum og drukkum meira kaffi, borðuðum nautasteik, drukkum smá bjór og horfðum svo á leikinn... Svo var bara stillt upp, sándtékkað, farið í smink og búninga og svo bara ball!!! Þessir sem mættu á ballið var aðallega 55 og eldra og svo einhverjir Dalvíkingar... Mest konur sem vildu bara tala saman... HUU!! Þetta var eitt alundarlegasta ball sem ég hef komið nálægt... svo var það LOKSINS búið og eftir pakk og meiri bjór, lögðum við af stað í Unaðarnes (einhver snillingurinn var búinn að mála yfir M-ið... he he he) með viðkomu í Vesturbænum til að skila "frænkunni" og í Exton...Ingvar, Jor still ðe man... Svo var bara vídeó á leiðinni og svo bústaður einhvertímann upp úr átta... Við lögðum af stað frá Nesinu go ákváðum að fara og svala helstu þörfum (fyrir utan þær karlmannlegu þarfir sem ekki verða tíundaðar hér..): kaffi, kaffi, sígó og rækjusamlokur ásamt olíu á rútuna... Kemur ekki bílstjórinn askvaðandi inn í miðjum ellefta kaffibolla og segir farir sínar alls ekki sléttar: helvíTis fíflið fyllti benzann af níuTíuogfimm ...(hann er frá húsavík sko..).!!" Hvað meinaðru?? glumdi í sjoppunni. Okkur varð svo mikið um að við vorum næstum því búnir að gleyma að fá okkur sopa af kaffinu.... Nú voru góð ráð ekki alveg gefins... Bensínkallinn neitaði að hjálpa okkur... sagði að bílstjórinn hefði beðið um bensín.. sem sagði aftur á móti: "fylla benzann"... Eftir mikið japl og jamm og fuður..samt í mestu rólegheitum, fór þó svo að kallinn á dælunni skreið undir rútuna og hofst handa við að losa slöngu frá tanknum og gekk svo um hríð, þar til bensínið streymdi af tanknum .. ca 50 lítrar.. og við gátum fljótlega dælt á tankinn viðeigandi eldsneyti... jæja.. bíllinn flaug í gang og þóttumst við nú ansi góðir og sögðum endalusa bensínbrandara alla leiðina á tangann... ég ætlaði svo bara út á "horninu" og trítla heim, en það var rosaleg rigning þannig að það var ákveðið að keyra gamla manninn alla leið.... Eftir að ég hafði verið heima í ca. 5 mínútur hringdi Guðni ofurbassaleikari og sagði farir sínar heldur ósléttar... þeir höfðu ætlað að snúa við hjá næsta húsi en lentu inni í bílskúr... án þess að opna hurðina!!! það var náttúrulega hringt á lögguna og baðið eftir henni í klukkutíma... aumingja húsfreyjan er hjartasjúklingur og alveg dauðbrá að heyra tíðindin... en við erum nú svo góðhjartaðir strákar og tókst að sansa gömlu konuna... Eftir því sem ég kemst næst, gekk ferð þeirra áfram til Húsavíkur klakklaust eftir þetta.....
Ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig okkur gengur að fara til Ísafjarðar um næstu helgi.... jæks....


Teik ker....

sunnudagur, september 07, 2003

OHHHHHHH!!!

Var búinn að skrifa alveg heilllangann pistil um hrakfarir The Hefners.... en þá klikkaði bloggerinn..... OHHHHHH!!!!!!! One of those days......
Reyni aftur seinna........

föstudagur, september 05, 2003

Þrái að sofna

Þrái að sofna
eftir hörmungar dagsins
en ligg andvaka,
góni upp í loftið,
fylgist með flugu
labba í loftinu,
kötturinn sefur,
malar hátt,
heyri suðið í vélinni
og þyngslin á
andlitinu mínu
eru að gera mig
gamlan fyrir aldur fram.



Stefán B. Heiðarsson
1969-

fimmtudagur, september 04, 2003

jeits...

Það fór þó aldrei svo að maður færi ekki í sumarbústaðarferð... jííííí...
Það á barasta að skella sér í Munaðarleysingjanesið í morren.... oþaldjenú!!!!!

þriðjudagur, september 02, 2003

ROCK'n ROLL

Schnitzellstrákarnir eru vaknaðir.......

Keflavík-The Heffners

Er að fara til Keflavíkur með The Heffners um næstu helgi.... Þið 3 sem voruð á Kántrý munið örugglega eftir þeim... ansi skemmtilegir gaurar.... Er að spá í að verða eftir í Kef og laumast til New York...

mánudagur, september 01, 2003

wwwrrrrooooommmmmm.........

ég er í þann veginn að slá persónulegt met í reykjavíkurferðum.
ég er sem sagt að leggja af stað í mínu fimmtu ferð síðan á þriðjudaginn!! Og ekki nóg með það... ég er búinn að fara þetta á 3 mismunandi bílum: Ford Focus, Suzuki Vitara og Peugeot 206....
Fyrst var það FooFighters-ferðin fína á Ford Focus...vá fffffullt af eff-um :-)
Svo var það hin örlagaríka ferð á miðvikud.. á nýju fínu vitörunni hans pabba.
Svo var það afkvæmanálgunarferð á föstud. á Peugeot 206, afkvæmaskilunarferð á sunnud. á vítörunni og síðan á að skila goðsögninni á eftir til svíadrottningar!!!!! (hlakka samt voða mikið til að fá FIAT-inn... þarf víst að bíða þar til í næstu viku :-(

.....start spreading the news..... I´m leaving today......... I want to be a part of it.... New York..New York......