sunnudagur, júní 26, 2005

::: nú er lag :::

Langt er um liðið frá síðasta “alvöru” bloggi..
En það stafar mest af því hversu mikið hefur verið að gera hjá mér á mörgum vígstöðvum.. sem er hið besta mál…
Ég er semsagt alsæll í borginni, þó svo að alltaf megi finna kosti og galla við alla staði á landinu.. já eða í heiminum!!

Ég vinn núna hjá Exton í Reykjavík og er þar í mjög góðu djobbi… mjög lukkulegur með það.. þarf ekkert að vera að stússast í jaskinu sem felst í því að setja e-ð upp til þess eins að taka það niður aftur eins fljótt og auðið er… nei.. ég er í því að koma fyrir búnaði sem hefur verið seldur út um borg og bý… t.d. er ég búinn að vera að vinna í Bláa lóninu, fyrir SPM í Borgarnesi og núna síðast í Kennaraháksólanum við uppsetningu á myndveri…

En svo er náttúrulega alveg meiriháttar gaman að kíkja í “sveitina” við og við.. er núna á hótel eddu á LB í vellystingum.. var m.a. að kyngja laxapaté-i.. njamm njamm… (þó að laxapaté sé nú ekki aðalástæðan fyrir veru minni hér ;-) ).

Í gær var Zetorday.. hittumst flestir zetorar og æfðum fyrir næstu helgi, þar sem við ætlum að performera á ættarmóti í vesturhópinu…. Þetta var svona andsk.. gaman.. mikið hlegið.. stundum ekki hægt að spila fyrir hlátri… sei sei já… gaman var nú þá..
Mundi bauð okkur páli í dinner þar sem grilluð dýr ásamt rauðvíni (appelsíni hjá páli), bjór (appelsíni hjá páli) og G&T (egils-appelsíni hjá páli) runnu ljúflega niður kverkar okkar zetora… var þessi dagur í alla staði algjör snilld….

Jæja… best að fara út í sólina og láta hana skína á skallann sinn…. Hvur veit nema að thuleskur mjöður leiki um varir mínar og tungu og kverkar síðar í kvöld??

Hafið það öll sem best..

……..::: I´m in love with a beautiful woman::: …………

þriðjudagur, júní 21, 2005

::: tjahh :::

jú hæbbs...
margt hefur gerst síðan síðast... meira um það síðar.. ég er allavega ekki dauður.. langt í frá..

laugardagur, júní 11, 2005

::: jæjah :::

komið þið sæl......

ég er kominn heim í heiðan dalinn, ég er kominn heim með slitna skó. Kominn heim að heilsa mömmu, kominn heim í leit að ró....

Allt þetta á vel við núna þar sem ég sit úti á palli við glaumbæ... voðalega afslappaður og hálf þunnur eftir sumbl með með foreldrum mínum fram á morgun...

Ég er annars búsettur í Reykjavík um þessar mundir, sem er mjög gott.. í góði djobbi á góðum stað og ákaflega hamingjusamur og sáttur við lífið og tilveruna... sem aldrei fyrr..

nú er kominn matartími og sagan því öll.... að sinni..

heido