miðvikudagur, mars 28, 2007

::: PowerMac :::

Vei!!!..

Þá er "nýja" tölvan mín að leggja af stað frá ammríku, loksins. Það merkilega er að þessi nýja er eldri en sú gamla... HEEE??? kann einhver að segja, en svona er það nú samt! Þá vantar bara skjái við skrýmslið og þá er aldeilis hægt að rokka feitum hesti.. eða eitthvað.
Ég man ekki hvort ég var búinn að nefna það en við erum að fara til Berlínar strax eftir páska.. ja eiginlega um páskana.. þ.e.a.s. 2. í páskum. Ég hlakka ekki lítið til!! Ég var líka að fatta það að ég fæ (eins og flestir aðrir í leikhúsinu) 9 daga páskafrí... veeeeeei.. kann einhver að segja, en svona er það nú samt! Það er ekki alslæmt að vinna í leikhúsi ;-). Þar að auki fæ ég 9 vikna sumarfrí í sumar... sem er ekki leiðinlegt, get ég sagt ykkur... Núúúúú? kann einhver að spyrja, en svona er það nú samt!
Jæja, ég ætla út að hjóla í góða veðrinu.

brúmm brúmm.

sil

miðvikudagur, mars 21, 2007

::: sei sei :::

Hér sit ég og get ekki annað... sagði maðurinn og......... sprakk.
ég sit semsagt og horfi með öðru auganu á skrámlausann glám. Með hinu auganu horfi ég ýmist á lyklaborð eða skjá.

það held ég nú.

Góðar stundir.

miðvikudagur, mars 14, 2007

::: bloggiblogg :::

Það hefur ekki gengið sem skildi að stnda við stóru orðin. Það hefur lítill tími gefist til bloggunar, enda hann af býsna skornum skammti upp á síðkastið, svo ekki sé meira sagt!
Margt hefur drifið á daga mína undanfarið. Ég veit ekki hvort ég á að þreyta ykkur (eða bara þig Palli minn.. þar sem þú ert líklega sá eini sem kíkir á bloggið mitt:-) ).
Frumsýning um síðustu helgi hjá Borgarleikhúsinu / Vesturporti á söngleiknum Ást, sem er algjör snilldar söngleikur, þar sem margir REYNDIR snillingar fara með hlutverk.T.a.m. Kristbjörg Kjeld, Magnús Ólafsson, Skapti Ólafsson (allt á floti), Pétur Einarsson, Hanna Maja, Teddi Júl, Ómar Ragnarsson o.fl.. o.fl.
Strax á eftir stökk ég á árshátíð RÚV þar sem "strákarnir mínir" voru að spila við mikinn fögnuð og heljarmikið stuð viðstaddra.

Svo má ekki gleyma 2 giggum með Stuðmönnum, þar sem mér tókst á seinna gigginu að búa til versta sánd sem ég hef á ævinni vitað! Það er hörmulegt að standa á bak við mixerinn og langa til að láta sig hverfa af staðnum, vegna þess hversu vont sándið er!!! Málið var að húsnæðið sem tónleikarnir vor framdir í, var alveg hræðilegt og hefði ekki verið neitt verra að vera inni í olíutunnu, slíkur var hljómurinn þarna inni! Þar fyrir utan mátti helst ekki hreyfa neina "potta" á mixernum öðru vísi en brakaði....


Eins og gat um í síðasta bloggi, þá er mótorhjóladellan næstum að drepa mig! Þó fékk ég meðal í formi mótorhjóls: Kawasaki GPz 900R árgerð 1990... hörku gripur alveg.. bókstaflega eins og það hafi komið úr verksmiðjunni í gær!

Guðfinna er farinn að vinna 7-15, þannig að maður sér hana allt of lítið, nema þá helst núna þessa daga sem ég er heima vegna flensu... Það er eini ljósi punkturinn við flensuógeðið að geta verið heima með Gúndýnni minni :-)

Við skötuhjú erum að fara til Berlínar 2. í páskum með starfsfólki LR.. það verður nú meira fjörið. Ekki síst vegna þess að stórhljómsveitin Gaffer mun leika þar fyrir dansi!!

Nánast strax eftir það fer ég til Köben með Stuðmönnum og Sálinni.. það gæti líka alveg orðið skemmtilegt!.

Er þetta ekki gott í bili?

Roger.