fimmtudagur, ágúst 28, 2003

enn af mínum...

fór til reykjavíkur í gær....aftur, til að mixa Sænska stúlku frá New York sem heitir Åsa Rydman, á gauki á stöng. Þetta var svona líka prýðilega skemmtilegt og tókst hreint með ágætum. Hún var nú líka ekki með neina aumingja með sér: Róbert Þórhalls á bassa, Vigni á kíbord, Edda Lár á gítar og Kristinn (einhver þrusugóður FÍH strákur) á trommur. Svo voru þær Hera Björk og Magga Stína (Fabúla) í bakröddum.. Þetta var ansi skemmtilegt, doltið djassí á köflum og út í fönk og svo hérumbil út í léttasta popp. Þessi stelpa, Åsa er semsagt sænsk en flutti til NewYork og hefur meðal annars sett upp sjóið "Seeds of Love", sem mér skilst að hafi lukkast voða vel..
það er svolítið skemmtilegt að ég hafði aldrei heyrt neitt með henni þegar ég mætti í gær í þetta djass-umhverfi.. svo hlustaði ég á nýjustu plötuna hennar á leiðinni heim í nótt, og þá er þetta á köflum prógrammerað ofurpopp, sem semsagt var svo snúið í meira djassí pælingar á gauknum.. afar skemmtilegt..

Nóg í bili..

miðvikudagur, ágúst 27, 2003

jammmm

Tónleikarnir voru G-E-Ð-V-E-I-K-I-R... PUNKTUR.

mánudagur, ágúst 25, 2003

Foo Fighters...

Deez-a Squeez-a er með uppboð í gangi á miðum á Foo-Fighters.. kíkið á það..annaðhvort hér, eða senda póst hér Þetta verða geggjaðir tónleikar, er búinn að kíkja á lagalistann í túrnum... hann er ekki af verri endanum...

teik ker

jó!!!





I'm Joey Tribbiani from Friends!

Take the Friends Quiz here.

created by stomps.





sko!!!!

sunnudagur, ágúst 24, 2003

mússss-zikk

Ég var á fundi í dag út af tónleikum 1. nóv... það verður ýmislegt á dagskránni, kemur í ljós síðar.
EN Handsomm djó spilar þarna (vonandi), Rain og svo hasarkvintettinn SCHNITZELL með kommbakk og vonandi nýtt prógramm...
Þetta verða styrktartóneikar fyrir sunddeildina hérna, besta mál,...
... Svo erum við strákarnir í Handsomm djó enn að vonast til að spila á Airwaves. Ef svo fer verðum við að fá fullt af "stuðningsfulltrúum" til að mæta og klappa hvetja úr okkur sviðsskrekkinn :-) Eru ekki allir með? Reyndar langar okkur að láta aðeins í okkur heyra fyrst t.d. á tónleikum með ungum og ferskum böndum héðan, í Félagsmiðstöðinni. Eins stendur til að spila á einhverri búllu í bænum.... veit ekki hvar eða hvenær, en það er væntanlega fljótlega.....


.......a.....dúmmaddadúmmadda... dúmmidúmm.....

á já..

Það var fínt ballið hjá Brimkló á Barnum á króknum á fös. Þeim hefur farið mikð fram frá því á Kántrý, edna var það fyrsta giggið þeirra í 15 ár. Þessir kallar eru svakalegir töffarar og magnaðir hljóðfæraleikarar. Það kom reyndar í ljós að ég og Raggi trommari höfum spilað í "sömu" hljómsveitinni.... skemmtilegt..
Við þurftum annars að vera búnir að stilla upp og sándtékka fyrir kl. 19 út af konukvöldi.. Við semsagt gerðum það og fórum svo á Hótel Tindastól og tjilluðum til ca. hálf tólf.... Þetta er alveg geggjað hús (hótelið sko).. Ég hafði ekki hugmynd um alla söguna á bak húsið. M.a. gisti Marlene Dietrich þar þegar hún kom hingað til að syngja fyrir hermennina hérna um árið.. Sá sem á þetta núna er af rúmensku bergi brotinn og er búinn að þvælast út um allt. Hann vann sem gítarkeikari m.a. í Japan, Noregi, Kína, Malasíu, Grænlandi og Rúmeníu!!! Hann sagði mér að á sínum tíma hefði verið eytt 106 milljónum í endurbyggingu á þessu sögufræga húsi. Allavega... Ballið tókst fínt og ég ákvað að keyra bara heim eftir ballið. Það var frekar erfitt að halda einbeitingu við aksturinn, sérstaklega í Langadalnum... úff.. þar að auki lá þoka yfir dalnum svo að maður sá voðalega takmarkað.. Ég tók bensín á dósinni, sem væri auðvitað ekki frásögu færandi, nema vegna þess að einhver óprúttinn og ofsalega sniðugur hafði fest dælurnar í botni þannig að þegar ég var búinn að velja dælu og ætlaði að fara að dæla þá frussaðist bensínið út um allt... jakk...
Annars horfði ég á mína menn vinna njúkastel... jíhí!!! og fór svo á æfingu með handsomm djó... Maraþon æfing frá 15-01:30... =tvöog hálft nýtt lag og bandið að smella...

Æ hvað það væri næs ef það væri annar sunnudagur á morgun..... :-(

Hafið það gott og farið varlega....

föstudagur, ágúst 22, 2003

tékkið á þessu...

Góður punktur hér

Heido

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

tjúllum og tjei..

Það stendur til að halda skemmtilega tónleika í fjáröflunarskini á Gunnukaffi 1.nóv (hver hefur sosum planað að halda leiðinlega tónleika..). Þar munu væntanlega koma fram kombinasjónir sem sjaldan eða aldrei hafa spilað saman áður.... Allt í bígerð og enn á frumstigi... En pælingin er að hafa þá í tvennu lagi.. fyrst fyrir -18 um daginn og svo 18+ um kvöldið samt sitthvort prógrammið.. Hvernig líst ykkur á??
Hver veit nema maður haldi upp á þrítugsammlið í leiðinni..... he he he....

..... 5 dagar í fúfæters.........


fór á Gunnukaffi sem að



á og rekur.



eldaði..




H-A-N-N V-A-R G-Ó-Ð-U-R..... tíhíhí...

Blæsa..... þú veist ekki hvað þú ert búin að geraaaaaaaaaaaaaaaaaaaa

djöll irridda kúl




SKO!!!!!!
takk.... þarna blósnesingur... ;-)

ó boj

nú er það svart... krókurinn á fös með stórsveit bó hall... er ekki alveg að meika það bödd æ níd ðe dó. Svo ætlar Handsome Joe að taka allann laugardaginn í að æfa, þannig að mar missir af manjú taka njúkastl í suðurendann og kimi valta yfir tímtökurnar.... *það skal tekið fram að undirritaður er rosalega neikvæður í dag*.... Svakalega var annars leikurinn í gær ömurlegur. Reddaði "okkur" að Færeyingarnir voru´líka þunnir, annars hefði þeta farið illa.....

miðvikudagur, ágúst 20, 2003

vírus...

djö... er þetta óþolandi ástand á netinu þessa daganna. í gær húkkaði ég lappanum mínum við símalínu í Tónó og ég var varla búinn að tengjast þegar það var mættur e-r andsk.. vírusdrusla og hótaði að endurræsa vélina mína, sem hann og gerði... Sem betur fer erum við vel "protectuð" í vinnunni (hinni vinnunni...) með eldvörpur og skriðdreka og hvað þetta nú heitir og finnum ekki fyrir neinu... sjöníuþrettán...
Hugsa sér hvað þessu fólki hlýtur að leiðast, sem hefur ekkert betra að gera heldur en að eyðileggja fyrir öðrum í algjöru tilgangsleysi.....

fussumsvei....

booooooolllllti....

Það verður erfitt hjá okkar mönnum í kvöld á móti Færeyingunum.
Ég var í heimahúsi í Færeyjum (þar næsta húsi við Eivöru Pálsdóttur) ásamt kirkjukórnum þegar fyrri leikurinn fór fram ..... magnaður stemmari og það var sko tæpt. Ef ég man rétt skoraði Tryggvi manekkihversson, sem er ekki með í dag samkvæmt heimildum íþróttafréttum deeze-u squeeze-u, á 92. mín..
ég held að þetta fari 2-2. Færeyingarnir komast í 2-0 en þórður og eiður skora fyrir okkur...
Er kannski spurning um að búa til stemmningu á Gunnu?? Hvernig líst ykkur á það?

þriðjudagur, ágúst 19, 2003

smíðarnar

Jó... Nú er það alveg að fara að gerast, að æfingaplássið (sem verður kannski einhvertímann e-ð meira) verði græjað. Ég bókstaflega guggnaði alveg á því um daginn að standa í þessu einn enda enginn smiður. Siggi Óla þúsundþjalasmiður skrapp norður í bíltúr um helgina og kíkti á dæmið... Hann ætlar svo að koma einhverja helgina klifjaður af gifsplötum, steinull og einhverju voða sniðugu patenti.... ég kem með bjórinn ...og við ráðumst í málið.... Það verður sko í lagi..
Nú er verið að púsla saman stundaskrá í skólanum og fiffa til hljóðfæri o.þ.h. = undirbúningur... ég er ansi hræddur um að maður sé nú ekkert sérstakur starfskraftur hjá "fyrirtækinu" þessa daganna, enda ekki ofsögum sagt að athyglin er annarsstaðar......

teik ker...

mánudagur, ágúst 18, 2003

Merkileg saga um þennan kall

Ekki vissi ég þetta......

Ringo Starr...

Richard Starkey was born on July 7, 1940 in Liverpool, England. The oldest Beatle (three months older than John) was born in a two-story house in the Dingle area to Richard and Elsie Starkey. His father was a Liverpool dock worker, and his mother worked in a bakery. Ringo's parents met in this bakery, and later married. When little Richie was three years old, his parents broke up. Ringo's mother later married Harry Graves, who Ringo called his "step ladder".

Richard was a happy child despite the various hospital visits that filled much of his life. He entered the hospital for the first time at six years of age for a bout of appendicitis. Ringo became quite bored and even a bit lonely when he was in the hospital, so his parents brought him two toys to keep him entertained. One was a red bus, the other was a small drum...Ringo's first drum! Ringo kept himself well occupied with the drum, but upon noticing the lonely boy in the bed next to him, Ringo decided to give up the pretty red bus. As little Richie leaned out of the bed to give his bus to the other boy, he fell...hitting his head and knocking himself into a coma.

Richard remained in the hospital for around another year, putting him behind in his education. When Ringo finally got out of the hospital, he was seriously behind in his schoolwork. He couldn't read very well, and was put in a class with kids much younger than he was. Ringo became quite unhappy with his schooling situation. At 13, Ringo caught a cold which turned into pleurisy, putting Ringo back into the hospital and further behind in his schoolwork. Ringo also started smoking around this time, probably for something to do. By fifteen he could just barely read and write.

Like the other three Beatles, Ringo became interested with the Liverpool music known as skiffle. Ringo started his own group called the Eddie Clayton Skiffle Group in 1957. In 1959, Ringo moved on to The Raving Texans, a quartet led by Rory Storm. Ringo became quite a good drummer with the added performance practice, even taking advantage of solos called "Starr Time". Ringo got his nickname here because of the numerous rings he wore on his pinky and ring fingers. The name Starr
was chosen by dropping the "key" from his last name. This gave him the catchy title we know him by today--Ringo Starr.

Rory Storm changed his band name to "The Hurricanes", and they became a big success in Liverpool and Germany. It was in Hamburg in October of 1960 when Ringo first met his fellow Beatles. At the time, Rory Storm's band was much more popular than the "Beetles with an A". Nevertheless, the interest in Ringo Starr led to his joining the band in 1962. Rory Storm was quite unhappy to lose such a great drummer, and Pete Best, the Beatles original drummer, was less than happy to be replaced. Many Pete Best fans rejected Ringo, holding vigils outside Pete's hous and rioting at the Cavern Club. The shout of "Pete Best forever! Ringo, never" were prevalent. Still, there was a wonderful connection between Ringo's drumming style and the music of the Beatles. Ringo's fun-loving attitude was appealing, giving the rest of the Beatles a head-start on their special humour.

Ringo's health would continue to cause problems again later. In 1964 Ringo missed three quarters of the tour of Scandanavia, Holland, the Far East, and Australia, to have his tonsils out. Once this was resolved, the Beatles were underway. Ringo contributed many interesting quotes to the Beatles repertoire, some of which became song titles. "Eight Day's A Week" was written after one of Ringo's expressions. The Beatles' first movie, originally called Beatlemania, was instead called A Hard Day's Night after something Ringo said one evening after a particularly grueling session.

Because he seemed content to sit at the back, Ringo was sometimes considered to be the least important Beatle. He was not one of the main writers, nor was he a strong vocalist. Ringo was only given one song per album, but in my opinion Ringo used this valuable space well. Ringo became an integral part of The Beatles. Not only did his inventive drumming help provide The Beatles distinctive sound, but he fulfilled other very real needs. Ringo was the most down-to-earth member of the Fab Four. Ringo was the friendly Beatle. He recieved more fan mail than any of the others, and he became the mediator in many of the later arguments of the band.

The Beatles benefited from his sensitivity, his sense of humor, and his "peace and love" way of dealing with the world. His modesty and kind heart was as important to the Beatles as John and Paul's musical talents. Ringo always seemed a bit overwhelmed by the success of the Beatles -- as if he were pleasantly surprised by what was happening to him. Ringo really looked upon John, Paul, and George as his three brothers and continues to love them as such today. He gave of himself to them the best that he could with love and without ego. Ringo had his most important dreams come true with the Beatles. The only dream Ringo never fulfilled was to sit in the audience at a Beatles concert.

Ringo has been married twice. First to his long-time girlfriend Maureen Cox. Ringo met Maureen in the Cavern club when he was still with Rory Storm and the Hurricanes. Ringo and Maureen were married at Caxton Hall in Westminster on February 11, 1965. They had three children, Zak on September 13, 1965, Jason on August 19, 1967, and Lee on November 17, 1970. Ringo and Maureen were divorced in 1975, and sadly Maureen died Decmber 30, 1994 of Leukemia despite a bone marrow transplant from her son Zak. Ringo married Barbara Bach, whom he met on the set of Caveman in 1983. They are still happily married today.

Ringo not only had a successful musical career with the Beatles, but also on his solo efforts and with his All-Starr Band. Ringo has had many great solo hits such as "Photograph", "Back Off Boogaloo", "You're Sixteen", and "It Don't Come Easy". Ringo has worked with many famous and wonderful artists such as Elton John, Harry Nilsson, Peter Frampton, Steven Tyler, Tom Petty, and even Ozzy Osbourne.

Source:
geocities.com/Broadway/Balcony/3862/MAIN_PAGE/HTML/RINGOSTARR.html
____________________________________________

About his early drumming, Ringo said:

"I started to be an engineer but I banged me thumb on the first day. I became a drummer because it was the only thing I could do. But whenever I hear another drummer I know I'm no good. John learned me the song I sing. I can only play on the off beat because John can't keep up on the rhythm guitar. I'm no good on the technical things but I'm good with all the motions, swinging my head, like. That's because I love to dance but you can't do that on the drums.

"I figure we're good for another four years. I don't want to invest me money in stocks or anything. I just want to have it and draw twenty or thirty quid a week. The main thing is, I don't ever want to go back to work."

Source: beatlesagain.com/bringo.html
_________________________________________

From the BBC:

Born Richard Starkey in Liverpool in 1940, Ringo Starr established himself as a drummer on the local music scene before being asked to join The Beatles in 1962.

His chance came after original drummer Pete Best was sacked - and the band's popularity began to rocket soon after Ringo joined.

A solid and, some say, underrated drummer, Ringo also sang on a number of tracks including the million-selling Yellow Submarine.

He has been considered the least musically gifted of The Beatles' four members - but his solo career began before the group had even officially split up.
Released in early 1970, his first album was full of 30s and 40s cover versions which included Cole Porter's Night and Day and were arranged by Maurice Gibb, George Martin, Quincy Jones and Paul McCartney.

The album, Sentimental Journey, reached the top 10 in Britain - but Starr reportedly only made it to please his parents.

For his second release, he chose another style.

Rock and roll return

Beaucoups of Blues, also released in 1970, was recorded in Nashville, tackled the country genre and also consisted of cover versions.

His next long-player was closer to what Beatles fans were used to.

Simply called Ringo, it enlisted his former bandmates as songwriting partners and musicians, and included the UK top 10 singles It Don't Come Easy, Photograph and You're Sixteen.

Another four albums followed before the end of the decade, but none matched Ringo's success.

But Starr resurrected his musical career at the end of the 1980s, putting together his All-Starr band for a successful tour.

Further tours followed in 1992, 1995 and 1997, and Starr collaborated with the other remaining Beatles for 1995's Anthology album.

With an All-Starr Band live album recently released to mark his 60th birthday, Starr has not hung up his drumsticks yet.

Source: http://news.bbc.co.

Helgin mar...

Vá hvað þetta var skrýtin helgi.
Á föstudaginn datt mér það undarlega í hug að gerast dræver fyrir heldur skemmtilega samsettann hóp: 1 stk. Lögfræðingur, 1 stk. Lögregluþjónn og sláturhússstjóri, 1 stk Sveitarstjóri, 1 sjoppueigandi, 1 alltmúligtmann, Kjötiðnaðarmaður o.fl.. haldið var í afmæli í Víðidalstungurétt á Ellþrjúndruð-druslunni hans Hjassa Hjössumann. Auðvitað var ekki hægt að fara hefðbundna leið og lá leiðin í gegnum stórbúið á Auðunnarstöðum og yfir Víðidalsá á vaði... (einhver veiðimaður sem stóð þarna og var að berja á ánni var nú ekkert sérstaklega blíður á svipinn, enda búinn að borga 100000kall fyrir að veiða þarna og við bara göslumst yfir á einhverju aflóga farartæki...). Ég nennti nú ekki að vera í þessu afmæli og dreif mig heim aftur. Skellti mér í Félagsheimilið til að hjálpa Imbu sys... stilla ljós og vesenast.. Ég var semsé um það bil að leggja af stað í stiga upp í 8 metrana þegar rafmagnið fór.... hefði ekkert verið neitt sérstaklega hrifinn af því að vera upp í stiga þá... þá var bara heim, lesa Keith Richards og svo bara sækja gengið í Víðidalnum....
Á Laugardaxkv ætluðum við félagarnir: Tani.com og Drössi að kíkja aðeins á barinn, sem var þá staðsettur í Félaxheimilinu EN þá voru Skúri & Stera að bera allt hafurtaskið út í bíl. Voru nú góð ráð dýr. Tani hringdi í Dóra Fúsa og gabbaði hann til að skutla okkur Drössa frænda á ball. Hann semsagt bara mætti og kippti okkur upp í og hellti kallana alveg blindfulla af einhverjum torkennilegum drykk á leiðinni....´Einhvernveginn er það sem að restin af kvöldinu leggist smám saman í móðu, en ég man eftir öllu fallega fólkinu og hljóðkerfinu hans Ingvars Joð (sem ég hef nú oft heyrt hljóma betur..ehemm)..
Sunnudagur: ÞYNNKA, kraftakepnni og heimsóknbesta vinar míns úr Hafnarfirðinum...
JÁ AÐ ÓGLEYMDU ÚRSLITIN ÚR ENSKA UM HELGINA...... SNNNNNIIIIIIIIILLLLLLLLLD...

Auf wiedersehen

föstudagur, ágúst 15, 2003

Væminn fj&$#*

úff.....

CWINDOWSDesktopsay-anything.jpg
Say Anything...


What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla

Þetta er nú ekkert sérstakt.... þó ég hafi ekki hugmynd um hvaða ræma þetta er...

o.......svoh!

Þá er maður orðinn "tónlistarkennari".. Ég var að koma af fyrsta kennarafundi í tónlistarskólanum og þetta lítur sko vel út.. Það verða 6 ungir menn sem koma til með að vera undir handleiðslu minni, ég hlakka ekkert smá til.. Ég veit líka að ég á eftir að læra jafn mikið og þeir, ef ekki meira...

Splinnng

fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Vandræði á vandræði ofan

Ég er voðalega hræddur um að ég sé í einhverjum álögum. Fyrir fáeinum vikum síðan fór tímareim í mínum ástkæra FIAT BRAVO með þeim afleiðingum að hann er enn á verkstæði og þurfti að senda helminginn af vélinni suður til aðhlynningar. Svo núna á þriðjudaginn fór ég í bæinn að "skila" strákunum mínum á jeppanum hans pabba. Þegar var í fyrri brekkunni á Holtavörðuheiði á leiðinni norður ákvað hann að losa sig við alla smurolíu í einum grænum hvelli og bræddi þar með úr sér... Ég er alveg viss um að það eru einhver álög á mér. Búinn að keyra og keyra öll þessi ár án teljandi vandræða, og svo bara hrynja vélarnar í kringum mig.... Þetta er að verða eins og í Formúlunni... vavvvavvvvaaaaaa.... Ég er semsagt á gamla "góða" Citroen (Unglistarbíllinn).. Hann vekur að minnsta kosti athygli, svona stríðsmálaður.Spurning hvenær vélin hrynur í honum..

Jæja, best að fara að finna einhvern bíl til að eyðileggja... hmmmmm...

mánudagur, ágúst 11, 2003

Simpson Quiz

sunnudagur, ágúst 10, 2003

+Blessuð sé minning hans+

Jimmy Davis, bráðefnilegur 21 árs gamall, leikmaður Man Utd. lést í bílslysi í gær.... Það er svolítið kaldhæðnislegt að á spjallinu á manutd.is var einmitt verið að tala um framtíð þessa pilts og það er dagsett í dag!!

Spennum beltin..

laugardagur, ágúst 09, 2003

Handa palla....

Palli... hérna er þetta

föstudagur, ágúst 08, 2003

Brimk-Ló

Allir á players í kvöld : BRIMKLÓ.... ehemm.. Annars hef ég heyrt að það sé e-ð skemmtilegt í sjónvarpinu í kvöld... Spurning um latté og TV frekar..

ooooooo

Æji.. Ég var að enda við að beila á djobbi á Akureyri annaðkvöld.
Það á að halda hinu árlegu djasstónleika á Glerártorgi, þar sem er víst alveg mögnuð stemmning og ég var beðinn um að mixa.. En maður verður að reyna að sýnast vera svolítið ábyrgur faðir, enda eru þetta ekki margir dagar sem við feðgarnir höfum saman í sumarfríinu... þetta hefði samt verið gaman..

Sei sei já...

fimmtudagur, ágúst 07, 2003

Maður er náttúrulega bara alveg kol-vitlaus....

Ég var að enda við að panta mér STÓRA bassatrommu frá Yamaha. 26 tommu kvikindi!!!!! Einnig pantaði ég 16 tommu floor-tom. Bassatromman kostar u.þ.b. 140.000+ og kemur sennilega eftir 3-5 mánuði.. hin kostar e-ð minna... ég hef ekki hugmynd hvernig ég ætla að borga þetta, en það kemur bara í ljós..... Ó hvað verður gaman þá... einhver verður nú hávaðinn!!!!! (og fyrirferðin). Eini maðurinn sem ég veit til að hafi notað svona apparat var hann John Henry Bonham heitinn og ekki var nú lítið bassatrommusánd á þeim bænum..

En hef ég ekkert heyrt frá Nólsoy út af Lúddanum fína, en það hlýtur að lagast...

Búmm tiss búmm búmm tiss....

(sumir kaupa sér benza.... aðrir bassatrommu... tíhíhí)..

miðvikudagur, ágúst 06, 2003

Sjáiði bara

Sko... fann mynd af græjunni.. eða allavega alveg eins. Það er víst ekki eins gamalt og ég... en samt flott..

Ludwig!!

Í Færeyjaferðinni ógurlegu með kórnum um daginn rakst ég á þvílíkt magnað trommusett sem ég er búinn að vera að falast eftir. Þetta er gamall Ludwig líklega jafngamall og ég, með svona gegnsæjum trommum. Samt eru þær ekki alveg glærar heldur orange, út í grænt og e-ð voða flott. Þar að auki er rafmagnstengill á bassatrommunni fyrir innbyggt ljósasjó!!!! Ég er búinn að komast að því að það voru ekki framleidd nema um 120-160 svona trommusett!!! Ég er sem sagt að reyna að plata Tónlistarskólastjórann í Nólsoy til að selja mér gripinn, enda er settið í hálfgerðri niðurníðslu. Ef einhver hefur séð nýja DVD safnið með Led Zeppelin, þá spilar meistarinn sjálfur John Bonham á mjög svipað sett (samt ekki með ljósasjóinu) í Earls Court, 1975, ...
...ég verð að komast yfir þetta!!!!!!

HTML snillingur óskast

Nú vantar mig að heyra frá HTML snillingi, sem getur séð af tíma til að hjálpa mér að gera síðuna skárri....

adios

obbossí

Jæja.. það komst í lag, **helv%&#$... sjátátið**. þetta virðist aldrei get verið í lagi.

þriðjudagur, ágúst 05, 2003

jibbbí

Nú er ég loksins að fara að byrja á að græja æfingaaðstöðuna mína... vá hvað verður gaman þá!!!
Þá get ég bara skroppið með kaffibollann og æft mig..(og aðra, ef vill), þegar MÉR dettur í hug!.. Þetta er náttúrulega draumur sérhvers trommara að geta gert þetta án þess að bögga nágrananna.. (ætli ég þurfi nokkuð að borga STEFgjöld eða fá skemmtanaleyfi?)

skál..

þanebblaþaaah.. sko...

þá er fremur rólegur en leiðinlegur vinnudagur á enda.. ég þoli ekki VSK mánaðarmót!!
Ég sá Magnús stórsnilling Sveitarstjóra á Skagaströnd í tívíinu í gærkv. Rosalegt rugl er þetta orðið með löggæslukostnað og skemmtanaleyfi og allt þetta rugl.. T.d. var Höfðahreppur rukkaður um 1.000.000.- í löggæslukostnað á laugardagskvöldið. ÞAÐ VORU ÖRFÁAR LÖGGUR Á SVÆÐINU!!! Svo þurfti Sveitarfélagið að borga einhvern slatta út af messunni á sunnud.!!! Hvaða rugl er það?? Ég held að Dómsmálaráðherra geri sér ekki grein fyrir því hvað svona ofur"skattar" hafa í för með sér. Ég er ansi hræddur um að núna verði miklu fleiri "óopinberar" underground hátíðir. Þá er auðvitað hættan sú að ef e-ð kemur upp á t.d. ólæti, slys o.s.frv., er engin lögregla eða sjúkralið á staðnum til að grípa í taumana.. Það virðist sem þetta fólk vilji útrýma útihátíðum og svoleiðis samkundum, sem er ekki gott!!
Við skulum bara vona að þetta lið sjái að sér..

Góðar stundir....

mánudagur, ágúst 04, 2003

Handsome Joe

Það er allt í gangi í hljómsveitinni Handsome Joe and the other less handsome Joes. Við ætlum okkur að verða ofboðslega góðir og í framhaldi ætlum við að gera feitan plötusamning við RRRRIIIIISSSSSAAAAAAA label.. Svona án gríns, þá erum við voðalega bjartsýnir á að geta gert e-ð í framtíðinni. Þessir strákar: Jói x-nes, Íón Rabbnar og Gummi Gúmmístígvél eru algjörir snillingar í tón og textasmíðum fyrir utan að vera alveg magnaðir hljóðfæraleikarar...svo er metnaðurinn engu minni. Maður reynir bara að druslast með og hanga í takti...

So long
Sofi sofi...
Maður er bara eins og unglingur aftur... Svaf fram yfir H-degi. Þegar ég komst LOKSINS á fætur voru litlu peyjarnir mínir búnir að fá sér morgunmat og sátu við sitthvora tölvuna, annar í Lego Racers og hinn í Sims House Party... þvílíkir englar..
Núna seinnipartinn röltum við feðgarnir og sóttum Citroeninn, mikill spenningur í ungum mönnum að setjast upp í þetta torkennilega farartæki. Eyþór (þessi yngri) sagði að það væri móða á rúðunni ( fyrir þá sem ekki vita eru þær málaðar grænar og sést ekkert út aftur í!!!)..
Jæja.. skonsurnar hennar mömmu bíða...

´till next time



sunnudagur, ágúst 03, 2003

Nýtt dót prófað á Kántrýhátíðinni...nördablogg
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að taka í notkun nýtt hljóðkerfi um verzlunarmannahelgina, sem samanstendur af JBL speakerum (e-ð sérsmíðað og voða fínt) sem var keyrt af Crown e-ð 3000 mögnurum og DBX "Drive-Rack" Soundcraft 324 live digital mixer, upgrade-aður í 24 rásir, DBX 166 Compressorum og fleira.. Þetta var semsagt alveg brand njú, sumt ennþá í pappakössunum, plastað og fínt. Ég var nú svolítið hræddur við að taka við þessu svona nýju.. (gallar og einhverjir böggar eru jú ekki alveg útilokaðir í þessum bransa).... Ég hef nú ekki verið neinn JBL maður hingað til.. langt í frá. EN þetta system SVÍNVIRKAR!!!!! jafnt og mjúkt og digital mixerinn sem ég var búinn að sitja við eina nótt á Garðaveginum og stúdera reyndist bara alveg ágætur. Ég hef aldrei áður unnið á svoleiðis græju af neinu viti, en hann kom mér á óvart.. Fínir pre-ampar og mjög "user friendly", þó eru innbyggðu Lexicon reverbin ekkert frábær, en sleppa til.. Ef ég man rétt, þá eru botnarnir samansettir af 2x "18 einhverjum voða fínum dræverum og topparnir "15, "10 og tiltölulega lítið horn.. veit ekki hversu lítið..en alveg yfirdrifið nóg..dreifingin er 90* x 50*. Það er víst best að taka það fram að það er Hljómsýn sem flytur inn þetta magnaða kerfi.. ef ykkur skildi einhvertímann detta í hug að tékka á þessum pakka eða einhverju öðru JBL, Crown, DBX. Talið við INGÓ... EKKI STEINA!!!! Maðurinn (Steini) hefur ekki snefil af þjónustulund eða liðlegheitum og svo er ég nærri viss um að hann veit ekkert um hljóðkerfi yfirleitt... og hana nú!! Annars ef þið ætlið í alvöru alvöru fullorðins og eigið fullt fullt af peningum, þá náttúrulega kíkið þið á Haffa í Exton og hann reddar ykkur Meyer á okurprís..tíhíhí....

góðar stundir..
Jæja.. þá er það byrjað..
Þá er ég lagstur í bloggeringar eins og svo margir. Ég var farinn að stunda shout-outin svo bratt að ég ákvað að láta bara vaða.

Ég var að koma af Kántrý partýinu... helvíti skemmtilegt og allt gekk furðanlega vel... hrósað í hástert af rúbbunum og bo & c/o... eins og það skifti öllu máli...

Jæja.. Hvað gerist í næsta þætti???