fimmtudagur, apríl 29, 2004

::: Sko.. :::

Eins og kunngjört hefur verið, munu ðe Zetors syngja og leika á Þinghúsi næstkomandi laugardagskveld.
Sú nýbreytni verður á fyrirkomulagi að meðlimir ætla sér að verða búnir að ákveða (í grófum dráttum n.b.) hvað spila skal. Hefur þetta valdið meðlimum nokkrum heilabrotum og er því óskað eftir aðstoð ykkar kæru vinir...

Sem sagt.. hvað viljið þið heyra? (Það þarf væntanlega eigi að taka það fram að ekki er líklegt farið verði eftir hefðbundnum útsetningum hjá sveit þessari..).

svonah.... út með það!!

miðvikudagur, apríl 28, 2004

::: Le Zetores :::

ðe s

á Þinghúsinu fyrsta mæ.....

500 ikr. inn..

(1200 út)

þriðjudagur, apríl 27, 2004

::: Vissuð þið :::

...að 1 sekúnda er samsvarandi 9.192.631.770 sveiflutímum tiltekinnar raföldu frá loftkenndu sesíni 133, sem er ein samsæta frumefnisins sesíns. Hefur verið grundvallareining tímans í hinu alþjóðlega einingakerfi síðan 1967.

...að 1 stjörnudagur, þ.e.a.s. snúningstími jarðar miðað við stjörnuhiminn (nánar tiltekið vorpunkt himins) eru 23 klst, 56 mínútur og 4,1 sekúnda.

...að hraði ljóssins í lofttómu rúmi er 299.792.458 metrar á sekúndu eða 1.079.252.848,8 kílómetrar á klukkustund.

lifið heil

mánudagur, apríl 19, 2004

::: Flottir :::



einn var voða mikið ölvaður um helgina... annar var ennþá ölvaðari og missti sig... enn annar varð svooo rosalega ölvaður að hann missti sig og vitið sitt... svo var einn sem var blá-edrú... og svo reyndar nokkrar blindfullar kjéddlíngar sem misstu mis mikið.. annars var þetta fínt... nema Búðardalur sökkar biggtæm.....

... svo er það ABBA!!!! nánar um það síðar....

óver and át..

fimmtudagur, apríl 15, 2004

::: sei sei :::

It's been a hard day's night, and I'd been working like a dog
It's been a hard day's night, I should be sleeping like a log

miðvikudagur, apríl 07, 2004

::: Nýbreytni :::

Vá!!.. það ætla greinilega einhverjir á Likkuna...
Allt í einu fékk ég smá bad fílíng... það hefur jú gerst að allt kommentasystemið detti út og sjáist aldrei meir, því bið ég ykkur elskurnar um að senda mér miðapantanir í email og rita " Miðar" í subject, ef þið vilduð vera svo væn...

Annars er það títt að ég er að verða búinn að mixa söngvarakeppnina... þar eru nú ýmsir fróðlegir molar :-)

mánudagur, apríl 05, 2004

::: Miðar :::

Ef einhvern vantar miða á Metallica, þá getið þið skráð ykkur í kommentin..
Verðið er ekki orðið opinbert en það er öruggt að ég get útvegað miða, þ.e.a.s áður en miðasala hefst..

sunnudagur, apríl 04, 2004

::: Lífiiiiiið :::
tjallatjalltjei úllabbalabbaleeeeeeiiiii...
Handsome-helgi...langur laugardagur....og fleira skemmtilegt.....

haldið þið að ég hafi ekki fengið e-mail frá einum af mínum uppáhalds núlifandi trommuleikurum!! Vá hvað ég var hissa. Þessi gaur heitir Aaron Comess og er trommari Spin Doctors.. fyrir þá sem kveikja ekki á perunni þá segi ég Tú prinsess.... Svona getur þetta nú verið hverfullt allt saman..

Frí fyrripart morgundags, svo það er bara tjill í 113 í kvöld..og jaskurin í vellystingum í sveitinni..

danke sjön