föstudagur, apríl 29, 2005

::: söðör barah :::

nú fer ég til rvk á eftir.. það verður gaman.. nemendaóperutónleikar í kvöld.. veisla á morgun.. stuðmannaball annaðkv... svo á frumburðurinn afmæli á sunnudaginn.. já og auðvitað imba sys líka!!! allt að gerast hérna!!!

góða helgi börnin mín.

miðvikudagur, apríl 27, 2005

::: oj barasta :::

noss... var að koma frá lækninum... skýringin á tveimur andvökunóttum í röð eru streptókokkar sem hafa tekið sér bólstað í hálsi mínum... &%$&#$/"#$&%"#$%%&#$%... fari það í luggulagga..

mánudagur, apríl 25, 2005

::: geggt :::

þó svo að mundi telji mig duglegan við bloggun, þá verður þetta stutt en laggott.... svona stutt... og svona laggott. :-D

tus

föstudagur, apríl 22, 2005

::: gaman gaman :::

Vikan er búin að vera skemmtileg í flesta staði.. mikið að gera.. andrés önd er að leika sér í fjallinu og auðvitað kemur exton allra landsmanna þar við sögu, m.a. setti ég upp stærsta porteibúl sýningartjald sem til er í heimi... allavega á íslandi.. 35 fermetrar... javúll.. og svo auðvitað einhver hátalaragrey o.þ.h... núna.. þá meina ég NÚNA er ég að fara á krókinn til að klára smá hljóðkerfismál fyrir hestasýningu sem er alveg að fara að byrja. Þar á eftir ætla ég á tangann að sækja koju og dót... það verður jú margt um manninn um helgina hjá mér ;-)

Öllum hlýtur að líða miklu betur eftir þessa lesningu... Já 1 N... Lena Sólborg systurdóttir mín eignaðist pjakk í fyrradag.. ég er því orðinn ömmubróðir... aftur... Móður og barni heilsast vel og allt er í keii...

arrívaderdsí.

þriðjudagur, apríl 19, 2005

::: jújú ::::

Eggselent... já allt er eggsellent... besta helgin afstaðin, því miður... stundum vildi maður að tíminn gæti staðið í stað...

Annars er ég ekki lengur trommarinn í hendsomm djó... Hinni hinn stinni er tekinn við kjuðunum enda viðeigandi að halda rauða Yamaha settinu í bandinu.

En.. Það er mikið að gera í vinnunni þessa dagana, svo þetta verður stutt núna..

áf vídersen..

fimmtudagur, apríl 14, 2005

::: helgin er að koma :::

Jæja þá er þessi vika senn á enda og er það vel. Ég get ekki með nokkru móti beðið eftir því að komast til höfuðborgarinnar á fös. Ég er ekki að segja það sé slæmt að vera hér á Akureyri... þvert á móti.. ég hef bara sterklega á tilfinningunni að það verði sérstaklega gaman í Reykjavíkinni um helgina... :-)

Lifið 8/8

sunnudagur, apríl 10, 2005

::: frábært :::

Helgin var FRRRRRRRRRÁBÆR!!!... takk öll þið skemmtilega fólk... sjaldan skemmt mér svona vel... þreyta, þynnka og harðsperrur eru vægt gjald fyrir skemmtunina...

miðvikudagur, apríl 06, 2005

::: leidís end djentölmen :::

Já ég sagði það… dömur mínar og herrar… samt meira dömur sko…
Allt bendir nú til þess að hljóðkrúið (eða eins og það heitir á engilsaxneskunni; the sound-crew) frá Royalinu mæti í heild sinni á söngvarakeppnina í þeim tilgangi að sletta úr einhverju…… t.d. klaufum vorum…..

Þannig er mál með vexti að ég og gunni sigurbjöss sátum seint í gærkvöldi heima hjá mér að spjalli og þegar ég var búinn að sýna honum nýja lennon djévaffdjé diskinn minn, vantaði einhverja mússígg þannig að ég fann disk frá söngvarakeppni síðasta árs. Varð hann svo hrifinn af framistöðu okkar gvendar bróður að hann sér sér ekki annað fært en að mæta, þó óneitanlega hafi það dregið nokkuð úr honum er ég tjáði honum að undirritaður keppti alls ekki í þetta skiptið. En ég lofaði honum gnótt af meyjum svo nú verðið þið að hjálpa mér stúlkur!... Nei annars ég lofaði engu… ekki miklu a.m.k….

Spenningurinn er að verða óbærilegur fyrir keppninni… að verða þess heiðurs aðnjótandi að fá að hlusta á alla þessa ljúfu tóna án þess að þurfa svo mikið sem að gera nokkurn skapaðan hlut annað en að standa annað slagið upp til að ýmist skreppa á salernið eða að þiggja gulan af gógómeyjum okkar gvendar bróður frá síðasta ári, þeim gógó og gígí. Já og setja upp tölvuskrifli tvö til upptakna á herlegheitunum….og kannski snúra aðeins..

Síja gæs….

þriðjudagur, apríl 05, 2005

::: veeeei :::

áður en part deux af ferðalagi íslendings til útlandsins lítur dagsins ljós, þá verð ég að tjá ykkur elzkuddnar að ég ætla að mæta á söngvarakeppnina.... það verður nú skemmtilegt... og ég ætla ekkert að vera of mikið annað að gera en að skemmta mér og sötra öl... gvööööð hvað ég hlakka til.
Ætla annars ekki allir að mæta?

föstudagur, apríl 01, 2005

::: enn af gini og tónikki, part I :::

Að morgni þriðjudagsins 22. mars s.l. var haldið af stað frá aey í þotunni hans gunna sigurbjörns. Þota þessi er af gerðinni nissan micra og er hún rauðbrún að lit. Fer engum sögum af ferðalagi þessu fyrr en komið er í bjarkargötu í rvk, n.t.t. fyrir utan hús frímanns flugkappa. beið þar okkar rúta nokkur er ferjað hefur margan popparann þvert og endilangt um landið okkar í möööööörg ár og má nærri geta að meyjar tvær eða þrjár hafi orðið undir mörgum popparanum þar um borð. Eftir að farangur og hljóðfæri og popparar og tæknimenn og fylgifiskar og fylgikvillar höfðu stigið um borð var haldið af stað til fyrirheitnalandsins númer eitt.. flugstöð leifs eiríkssonar. Ferðalagið gekk eins og í sögu þó nokkuð væru nokkrir af ferðamönnum farnir að sjá í hyllingum glæran drykk með sítrónusneið útí og jafnvel var allnokkuð vart við reykstautaþörf hjá einangruðum hópi ferðalanga.
Það fór svo á endanum að það tókst að koma 1/2 rúmlest af farangri og hljóðfærum á færibandið í flugstöðinni og lá þá leiðin beinast á barinn á neðri hæðinni. Var þar þétt setið af mússíköntum og fylgifiskum. Allir voru sammála um að G&T hefði sjaldan bragðast betur heldur en akkúrat þarna þriðjudaginn 22. mars tvöþúsundogfimm klukkan 15. Þar sem við álitum að við hefðum einungis 90 mínútur til stefnu tóku menn drykkjunni eins og hverju öðru verkefni sem þyrfti að leysa af hörku og staðfestu. Öllum til ómældrar gleði var fluginu frestað um u.þ.b. fjörtíu mínútur, sem þýddi bara eitt.. fleiri ferðir á barinn.....
Fer nú engum sögum af ferðalaginu, nema að talið er að flugið og síðan rútuferin frá híþþró á hótelið okkar fína hafi gengið snurðulaust fyrir sig og án áfalla. Líklegt er að einhverjir af fylgifiskum og þ.á.m. undirritaður hafi brugðið undir sig betri fætinum og farið á hótelbarinn til að halda áfram úttekt á G&T um víða veröld. Satt best að segja eru engir til frásagnar um hvað í rauninni gerðist þarna (nema kannski Jón Ársæll), enda eru það óskrifuð lög tæknimanna í poppbransanum að halda sögum innan hópsins. Þó vaknaði undirritaður í óskaplega góðu rúmi á óskaplega fínu herbergi með ekkert óskaplega fína kúlu á höfðinu.

Líkur hér fyrsta hluta ferðasögunnar... kannski kemur meira seinna...