fimmtudagur, september 30, 2004

::: Nyja Jorvik :::

Thetta er bara snilldarpleis!! Asa for i skolann i morgun og eg labbadi ut um allt.. alveg geggjud borg, tho eg hafi ekki sed nema pinulitid af manhattan, so far... en so far so brilliant!!! Buinn ad tjekka a Starbucks... fint kaffi thar sko.. A eftir a ad fara alveg nidur i bae...

see ya!!

mánudagur, september 27, 2004

::: engin löng blogg :::

..sko... ég er hættur við að birta hér ferðasögu til Rússlands af 2 ástæðum:
1. Ég þoli ekki allt of löng blogg.
2. Margt af því sem fylgir sögunni er alls ekki við hæfi barna og þar sem ég er nú virðulegur tónlistarkennari tek ég ekki sénsinn!

Það var samt ferlega gaman þarna!!! Bráðum koma meira að segja kannski myndir...

Ég er annars búinn að vera á fínu flakki frá því í síðustu viku... skrapp á AEY og var þar eina nótt á hótel KEA... fínt bara...
Krókurinn á fös.. sýning í Reiðhöllinni á fös-kv... laugardagurinn streð og puð við að halda á hátölurum og framkvæma hverslags hávaða til mælinga á SPL magni á ákveðnum tíðnisviðum á ákveðinni lengd við ákveðið hita og rakastig í rosa stóru húsi... lau-kv. ball með Von og Hljómum... alltílæ sko... setti samt íslandsmet í vondu mónitor-sándi að ósk eins meðlims og foringja "eldri" hljómsveitarinnar... þessi sem er ekki með gangráð eða nælon-hár.. og þessi sem er ekki einn af okkar ástsælustu tónskáldum fyrr og síðar...

Það er allt upp í loft í tónó... verkfallið hjá grunnsk.ke. fokkar öllu upp... sem er samt fínt.. hangi bara í tölvunni og bíð eftir nemendum... ef þeir koma þá yfirleitt!!!.

Eins og flestum ætti að vera kunnungt um, þá er ég að fara til útlandsins á miðvikudaginn og kem sennilega aldrei aftur heim.... eða allavega ekki fyrr en eftir marga daga... ekki nógu marga samt...

Nú er þetta að verða langt blogg og tími til kominn að hætta.... næsta verður kannske frá stóra eplinu... hver veit....

og svo langar mig í komment.... takk fyrir.

miðvikudagur, september 22, 2004

::: delay :::

Sökum þess að ég er skyndilega að fara til Akureyrar.... v/ LA.... NÚNA.. þá frestast birting ferðasögunnar um ótilgreindann tíma.....
Það er allt frekar brjálað.... Akureyri núna, fram á föstud..... Sauðárkrókur frá fös - sun... kannski aftur AEY á mánud. og þriðjud. Og svo Nú jork á miðvikud!!!!!!
Æ lovv itt!!!

teik ker oll of jú!!!

þriðjudagur, september 21, 2004

::: vellistingar :::

Radisson SAS Royal hotel, kampavín og kavíar í morgunmat, partý hjá ríkasta manni íslands, endalaust stjan, Stuðmenn í svaka fílíng......
Þetta var sem sagt alveg kiiiilikkað ferðalag!!

Nánar í kvöld....

þriðjudagur, september 14, 2004

::: Ferðalög :::

Jæja.. þá styttist aldeilis í rússlandsferðina.. verður ansi fróðlegt að sjá hvernig búnað þeir öðlingar bjóða hljómsveit allra landsmanna og fylgifiskum upp á.. spurning hvort ég fái Moscowitch mixer og LADA hátalara!!! Ég veit voðalega lítið hvað ég er að fara að gera þarna, en mér er sagt að það sé "sem allra minnst"... tek allavega með mér þykka svarta frakkann og headphones....veit reyndar að flugið er svona út: KEF-OSLO-FRANKF-St. Pétursborg.. og heim: St. Pétursborg-PARÍS!-KEF.. og að við verðum á ***** hótelum :-)

Ég var annars að ganga frá flugi til NY þ. 29. n.k. ........ víííííí.. ég hlakka enn meira til þess... svei mér þá!... og þar verða sko öngvir heddfónar með í för!!


lov jú oll..

miðvikudagur, september 08, 2004

::: paruzky :::

Hlutirnir gerast HRATT þessa dagana!!
Ég er að fara til Pétursborgar í Rússlandi eftir viku með hljómsveit allra landsmanna... vá hvað ég hlakka til!!!
Svo er líklegt að ég skreppi til Nýju Jórvíkur mjööööög fljótlega!!

Það er sem sagt allt í gangi.. má ekkert vera að því að vinna..

blebb..

mánudagur, september 06, 2004

::: æm bekk :::

Vá hvað frí geta verið góð... Ég var samt löngu búinn að gleyma að þau gætu mögulega verið svona æðisleg!!

Fljótshlíð, Landmannalaugar, Jökulsárlón, Árhús, Reykjavík.... og reyndar eitt stk. Brimklóargigg..... og djöfull er ég góður kokkur.... og djöfull er ég ástfanginn... og rosalega ætla ég að vera það lengi!!!