sunnudagur, september 24, 2006

::: blogg :::

Ég er alveg agalega þunnur í dag!
Það var frumsýning á Mein Kampf í gærkveldi og að sjálfsögðu fylgdi þvi heljarmikið partý og nokkur gleði, sem breyttist svo í ógleði í dag.
Þetta er 1. dagurinn í laaaangan tíma sem ég er heima hjá mér. Búinn að vera í vinnunni 14-19 tíma á dag, undanfarnar vikur. Það er svo gott að tjilla bara, drekka kaffi og hlusta á Sniglabandið. Mundi átti snilldar input í þáttinn í dag, sem úr varð bara þetta skínandi lag hjá sniglingunum knáu :-). Gaman að segja frá því að ég átti smá þátt í gerð Panikkunnar, hljóðfæris dagsins. Ég sem sagt setti saman nokkra býsna ógnvekjandi hljóðeffektasúpu til þess arna.... Nóg um það.

Fóturinn er nánast alveg kominn í lag, sem er gott!!!

Skemmtilegt verkefni framundan: Ég er að fara að taka upp Magna og Dilönu á laugardaginn! Það verður gaman að sjá og heyra hvað kemur út úr því! :-)

Er þetta ekki orðið gott í bili bara?

Hafið það sem allra best öll sömul!