mánudagur, desember 27, 2004

::: stuð stuð stuð

29/12 mun hljómsveitin Schnitzell ásamt vinum og vandamönnum standa fyrir skemmtun á Þinghúsinu.
Meiningin er að hefja gleðina klukkan 21 og er lofað fjöri í bland við rómantík langt fram eftir kvöldi.
Þeir sem koma fram eru m.a. Mundi & Sigrún, Svenni bakari með nýja gítarinn, Gleðigengi Gvends, Jói & Rabbi, Schnitzell ( í lága drifinu ) og fleiri.
Það kostar þúsundkall inn og fylgir glaðningur frá Vífilfelli hverjum miða á meðan birgðir endast.

mánudagur, desember 20, 2004

::: könnun :::

ég veit að nánast á hverju heimili er til hljóðfæri... svo gaman væri að vita hvað er til hjá ykkur krakkar mínir...
svonah.. út meðða!

þriðjudagur, desember 14, 2004

::: sjitts end stöff :::

ýmislegt hefur nú á dagana drifið upp á síðkastið...
svo ég nefni nú nokkur dæmi af handahófi..inn nó partikjúlar order, má helst nefna eftirtalið: vinna, vinna, vinna.. starfsmannapartý á fös haldið í leikmyndinni (sem er nú bar með alvöru likker... það þarf auðvitað að halda kontinjúítí í þessu), sem var nú alveg í lagi... ég vinn með svooooo skemmtilegu fólki.. Ætlaði norður um helgina að sjá krakkana "mína" spila á jólatónleikum en sökum bifreiðarskorts fór ég hvergi....
í gærkv. var jólaglögg exton hadið ásamt tilheyrandi partýstandi og glækasti, sem varð til þess að 50% af hljóðdeildinni ásamt nokkrum öðrum í pródöggdssjóninni mætti ekki alveg í sínu besta formi í morgun... en samt voðalega hress öll sömul... allavega fram að H-degi... Á glögginu kom fram stelpubandið nælon, sem einhverjir vildu heldur kalla teflon og gauluðu þær í mæka sem helst eru ætlaðir rafgígjumögnurum... enda kannski alveg eins gott að láta þær væla í þá eins og hvað annað... H-punktur kvöldsins var 2mælalaust hljómsveitin exton-allstars, sem samanstóð af mönnum sem allajafn eru hinu megin við mixerinn,,, sem betur fer!!!! þeir örfáu sem kunnu á hjóðfæri (fyrir utan 1-2) af þessu heljarstóra bandi spiluðu á hljóðfæri sem þeir kunnu alls ekki á!!! prógrammið samanstóð af bláu augun þín, þönderströkk.. amk byrjuninni.. gítarlikkið var n.b. leikið á harmóniku af bassaleikaranum í þungarokksbandinu "sein" og jólahjól, sem fékk nýjan texta.. Einar hestur organisti og plóder frændi trommarinn í BP og þegiðu Ingibjörg réðu enganveginn við sig af hlátri sökum þessa nýja texta sem var einhvernveginn svona: undir atján hjóla trukk eeeeeer krakki... undir atján hjóla trukk er voðalega kraminn krakki..... o.s.frv.
Hljómsveitin var að sjálfsögðu klöppuð upp og tóku þeir aftur bláu augun þín. er lagið var í þann veginn að enda reif hrói (handsome hljóðmaðurinn á erveivs í fyrra) af sér gítarinn og braut hann í klessu...í einu höggi, sem honum þótti verst... sannarlega klæmaggs í anntíklæmaggsi..
það var mál manna að aldrei hafi verið eins vont sánd og á þessari samkomu hljóðmanna og tæknitrölla... sem var auðvitað hluti af gríninu...

en nú þarf að vinna upp svefn... góða nótt..

mánudagur, desember 13, 2004

sagan..

Nóttin var dimm og það var myrkur í henni. Dökkt var allt í kring vegna myrkursins sem var þarna útaf dimmri nóttinni. Rökkrið var mjög mikið vegna næturinnar, sem var koldimm, því það var komin nótt. Klukkan var þrjú eftir miðnætti og þá var komið myrkur afþví klukkan var orðin svo margt. (Þrjú) Það var stormur úti og vindurinn gnauðaði í glugganum því það var svo hvasst. Hvassviðrið var svo mikið að allt fauk í rokinu, sem var þarna af því það var svo hvasst. Og mikið rok og vindur, margir, margir metrar. Á sekúndu. Regnið lamdi gluggana og droparnir fuku á þá í rokinu sem var þarna af því að það var svo hvasst. Og dimmt. ? Og þá var allt blautt í rigningunni og rokinu. Klukkan var rosalega margt og komin nótt og rok og rigning.

Rigningin og rokið settu svip sinn á þessa dimmu dimmu nótt.

Ekki var því fyrir að fara að veðrið léki við hann Láka þegar hann dröslaðist inn í Skódann sinn þessa örlagaríku nótt. Hann vissi ekki að hún beið eftir honum. Vissi hann það? Vissi hún að hún beið? Vissi hann að hún vissi ekki hvort hún vissi að hann vissi hvort hún væri að bíða eftir honum, eða hvarflaði það ekki að honum?
Rafmagnið hafði farið af. Það var því rafmagnslaust og dimmt. Dimmt sökum rafmagnsleysis og hinnar fögru Koldimmu sem var að því komin að kasta upp jólaglögginu sem hún hafði slafrað í sig nánast allt kvöldið. Negulnaglar.
Koldimma var slyng frauka. Naðra. Dimm naðra. Koldimm og blaut frauka, sem hafði hrasað á rækjusalatsslettu á gólfinu hjá Mána. Máni var líka dimmur. Hann var dimmur á svipinn þegar Koldimma í fallinu, rak óæðri endann í snyrtiborð með þeim afleiðingum að allar varalitaprufurnar úr Kolaportinu láku í niðurfallið í bílskúrnum.

En það var nú önnur saga...

miðvikudagur, desember 08, 2004

::: dótið :::

Þetta er á leiðinni til mín

mánudagur, desember 06, 2004

::: tíví :::

Það er sko gaman í reykjavíkinni núna!!..
alla síðustu viku er ég búinn að vera að vinna við þessa sjónvarpsseríu "Kallakaffi"... Við tökum upp þátt á dag, sem er rosalega magnað... Þetta hefur gengið alveg ótrúlega vel...svo vel að í dag tókum við 2 senur sem átti að taka upp á morgun plús það sem átti að taka upp í dag... Ég er nokkuð viss um að þessi sería á eftir að njóta nokkurra vinsælda... enda magnaðir leikarar á ferðinni... herlegheitin verða svo sýnd á rúv.. (off kors) í febrúar..
Það eru sem sagt tæpar 2 vikur eftir af þessu.. væri alveg til í meira svona sko!!!...

Svo er annar plús við þetta... ég þarf ekki að hlusta á helgu möller og eika hauks allan daginn, alla daga... syngjandi þessi blessuðu jólalög sem byrjað er að spila í ubbartinu allt of snemma...

hafið það gott dúllurnar...

sigurvald kveður úr borg óttans.. í bili a.m.k.