þriðjudagur, mars 28, 2006

::: skönd :::

Góðir hálsar...
Svei mér hvað það var gaman um helgina...
Eitt af því skemmtilega var lítið partý eftir Stuðmannagigg á lau..
Þannig var að eftir giggið ( árshátíð Orkuveitunnar ) og eftir samantekt, fór ég "upp í herbergi" með peysu sem Geiri trommari hafði gleymt á sviðinu. Þar sátu Tommi Tomm, Geiri, Bjöggi Ploder, Diddi úr Sniglabandinu og vinnufélagi minn og svo Lúlli eigandi Gullhamra. Þeir voru að sjálfsögðu undir áhrifum áfengis velflestir og fór það þannig að ég snarhætti við að fara heim og settist með þeim að sumbli. Eftir dágóða stund og mikið stuð og margar sögur, krafðist Lúlli eigandi þess að við færum á "prívat-barinn" hans, niðri í kjallara. Það var auðsótt mál af okkar hálfu. Þar er kallinn semsagt með bar þar sem ekkert er selt.. bara gefið vinum og félögum... Rann vodkinn ljúflega og í stríðum straumum niður hálsa þeirra er vildu, langt fram á nótt... Þetta endaði allt vel og allir skemmtu sér konunglega...

já já... sei sei...

Ég verð að segja ykkur frá öðru skemmtilegu atviki sem átti sér stað s.l. sunnudag. Svoleiðis var að ég var að gera mig kláran fyrir sýningu á Ronju Ræningjadóttur og sit í hljóðklefanum, sem er staðsettur aftast í stóra salnum í Borgarleikhúsinu. Ég sem sagt sit þarna með headsett á hausnum og er að fara yfir fyrstu Q-in og er að "loka-tékka" stillingar og solleis, þegar ég kem auga á lítinn strák á ca. 3.-4. bekk, sem horfir fast á mig og vinkar... ég læt sem ég sjái hann ekki (enda sá ég hann varla því hann var svo langt í burtu).. Puttinn heldur áfram að veifa og alveg greinilega var hann að veifa mér.. þannig að ég bara veifa á móti.. þá brosir hann út að eyrum og hnippir í vin sinn sem situr við hlið hans og hann vinkar mér líka. Sá hnippir í vin sinn og hann vinkar mér... svona gekk þetta þangað til 20-30 börn voru farin að veifa mér!! Smám saman áttaði ég mig á því að það var heil rúta af börnum frá Hvammstanga á sýningunni, þar á meðal a.m.k. 2 fyrrverandi nemendur mínir.... Mér fannst þetta allavega mjög fyndið og skemmtilegt og svei mér ef þynnkan hjaðnaði ekki örlítið við þetta..

Þá er sem sagt búið að blogga í dag.

Góðar stundir.

miðvikudagur, mars 22, 2006

::: spilerí :::

Góðan dag góðir hálsar.
Það var óggissla gaman hjá mínum í gærkveld...
Bróðir minn plataði mig í að spila inn nokkur lög á plötu sem kom út fyrir 20 árum síðan vegna endurútgáfu á plötunni.. Það var nefnilega hliðrænn, japanskur trommari ( Dr. Róland) sem trommaði þetta inn átómatískt á sínum tíma. Þrátt fyrir að þá hafi hann (japaninn) þótt æðislegur, þykir hann ekki eins fallega hljómandi í dag.... Svo þegar við vorum að klára sessionina, dettur upp úr bróður vorum, hvort ég vilji ekki tromma fyrir hann ofan í auglýsingastef eftir nafna hans Þórðar, sem ég að sjálfsögðu og gerði. Það fyndna var að það tók álíka langan tíma að tromma þetta 23 sek. langa stef eins og heilt lag af hinu stöffinu.... Þetta var sem sagt hin skemmtilegasta kvöldstund sem við áttum þarna bræðurnir í hljóðveri FÍH. En nú er komið að alvöru lífsins og best að reyna að skila einhverju af sér.... í dag a.m.k.

bæ.

fimmtudagur, mars 16, 2006

::: hitt & þetta :::

Þá er söngvarakeppnin afstaðin.
Þetta var nú sennilega sú albest hingað til. Hljómsveitin í feikna formi og mjög margir fínir söngvarar sem fram komu. Mér fannst þetta allavega alveg þrælskemmtilegt. Nýja hljóðkerfið þeirra Gumma og co ( ég er nú ekki alveg viss hver á þetta, enda skiptir það engu máli) er algjörlega að gera sig í svona gigg..
Úrslitin eru að sjálfsögðu umdeilanleg eins og alltaf, þó fyrsta sætið hafi nokkuð ljóst, þó mér finnist sem önnur söngkona hafi alls ekki verið síðri... allavega... báðar mjög góðar..
Eins og ég hef sagt annarsstaðar þá finnst mér eins og Munda og McBaker sjálfum að það ætti ekki að verðlauna 2. og 3. sæti, enda alltaf mjög umdeilanlegt. Ef menn (og konur) vilja endilega halda í 2. og 3. sæti, þá mætti annaðhvort sleppa dómnefndinni ( það er jú fullt hús af dómurum ) eða... fá fólk úr tónlistargeiranum í dómnefndina (eins og hefur verið undafarin ár.. að einhverju leiti a.m.k.)...
Nóg um það... þetta var frábær skemmtun...

Í kvöld og annðkv. er það svo Friðrík Ómar, Guðrún Gunnars, Óli Gaukur o.fl. með "Ég skemmti mér" í Salnum í Kóp... ferlega skemmtilegt prógram og sérdeilis skemmtilegt fólk þar á ferð... Laugard. upptaka á Carmen hér í Borgó.. o.s.frv....

nú verð ég að fara að vinna...

p.s. Það er bannað að kaupa Western Digital harðdiska... nr.2 á innan við ári var að gefa upp öndina hjá mér... bööööhöööhööö.... ég var bara svo rosalega heppinn í þetta skiptið að Palli snillingur átti back-up af söngvarakeppninni, svo það er honum að þakka að hún hvarf ekki með diskinum blessaða....

góðar stundir..

fimmtudagur, mars 09, 2006

::: það er að koma aððððí :::

vííí.. nú nálgast helgin með söngvararkeppninni á sér.. s.b.r. "hvað ætlar þú að gera á helginni?", eins og akurnesingar bera þetta fram..

Þetta verður bara fjör.. er það ekki?.. Ég er eins og sjá má að reyna að peppa mig upp fyrir helgina... jújú.. það verður svaka fjör. Og það verður fróðlegt að sjá Ðe róland trökker band performera þarna :-)... ehhh ehh ehh ...

s.l. þriðjudagur var alveg magnaður.. Starfólk Borgó var sett upp í rútu eldsnemma um morguninn og þeyst með okkur upp í Hveradali, þar sem við sátum hópeflisnámskeið... fyrirfram verð ég að játa að mér fannst það eiginlega óþarfi að vera að standa í þessu, enda mórallinn með eindæmum góður hér. En þarna var kominn Eyþór Eðvarðsson sem er einhverskonar vinnusálfræðingur og lék hann þetta mjög vel.. svo vel að sérhver menntaður leikari hefði mátt vera stoltur af... allavega.. mjög skemmtilegt og endaði þetta með fullt af mat og enn fyllra af rauðvíni... sem breyttist síðan í bjór er til RVK var komið, því flestir héldu á lókalpöbbinn (kringlukrána) og sátu þar að sumbli og spjalli fram á nótt..

Ætla ekki allir á söngvarakeppni?

föstudagur, mars 03, 2006

::: leti leti :::

Jahérna hér.. bloggletin hefur heldur betur riðið feitum hesti hingað til og upp á síðkastið, en nú eru breyttir tímar!!

Ég ætla sem sagt að taka mig á í þessu sem öðru.. og hana nú!

Reyndar er kosturinn við að blogga svona sjaldan að það er kannski frá einhverju að segja.. Samt veit ég ekki alveg frá hverju skal segja núna..

jú jú.. hvaða hvaða.. það er frá nógu að segja... T.d. erum við skötuhjú flutt úr "sveitinni" í hundraðogfimm og erum því í tíumínútna göngufæri frá vinnum vorum.. og já .. ég er farin að vinna hjá Leikfélaginu við Kringluna og spúsan í næsta húsi, kringlunni við leikhúsið.. þannig að þetta er eins gott og það getur verið..

hjá leikfélaginu er Ronja uppi um alla veggi og svo eru að tínast inn þægileg aukadjobb eins og Stuðmenn á laugardaginn, Garðar Thor og breska gellan ásamt 20-30 manna bandi í L-höll í apríl... Einnig á svipuðum tíma erum við bræður að eltast við AÐAL djassarana; Jón Pál, Pétur Östlund, Árna Egils o.fl. með Pro-Tools í farteskinu vítt og breytt um landið.. það verður örugglega lærdómsríkt.. en hver veit nema ég bloggi meira um það síðar :-)
Svo er það að sjálfsögðu söngvarakeppnin um næstu helgi.. ekki það ég ætli að syngja, en ég mun a.m.k. reyna að gera sánd, þó það sé alltaf erfitt á tanganum.. það er eins og það búi 330 hljóðmenn á tanganum... með hér um bil fullri virðingu, þá er hvergi erfiðara að mixa en þar.. meira að segja ef Red-Club í St.Pétursborg er tekin með, þar sem blindfullir borisar ráða ríkjum... :-)
Allavega... hlakka til að koma "heim" og reyna að gera þetta almennilega..

ekki meira mont í bili...
Sjáumst heil...