mánudagur, september 24, 2007

::: smá blogg :::

Nú fer senn að líða að því að platan "Vestur" verði tilbúinn, enda ekki seinna vænna þar sem hún á nú að koma út um miðjan október.
Þessir síðustu síðustu dagar fyrir "klár" eru býsna hevví.. og er ekki laust við að maður megi lítið vera að því að eiga samskipti við vini sína og ættingja. Þar að auki er jú minns í vinnu líka sem er nú ekkert sérstaklega vina/fjölskylduvæn.
T.d. komst ég ekki í STÓRA partýið hjá pabba um þar-síðustu helgi, sem var ÖMURLEGT! Kallinn orðinn sjötugur og ég bara í einhverri vinnu! Hvað er það eiginlega?
Samt er einhvernveginn ekkert annað sem mig langar að gera...
Maður er jú ekki alveg heill á geði sko..

Vildi bara deila þessu með ykkur..

har det bra!

s

þriðjudagur, september 18, 2007

::: þá er komið að því :::

Nú er víst betra að standa við stóru orðin og reyna að greina í nokkuð stuttu máli frá því sem á daga mína hefur drifið í sumar.. og jafnvel eitthvað um það sem framundan er.
Er nú frá býsna mörgu að segja, þó að flest af þessu komi ykkur ekki rassgat við!!.. Afsakið, þulur missti þarna stjórn á sér um stundarsakir..
Sumarfríið hófst með utanlandsferð, n.t.t. til baunverjalands þar sem nýjasta afurð Sniglabandsins var að mestu hljóðrituð.. þó enn standi yfir nokkrar ritanir, en þó eru a.m.k. 2 lög alveg tilbúin og flest önnur af þeim 11 er prýða munu geislinginn ansi langt á veg komin. Auðvitað eru þessi 2 tilbúnu hin geysivinsælu "Selfoss er" og ódauðlega "Britney". Hið síðarnefnda fór einmitt í spilun í síðustu viku; 11.sept. og er bókstaflega að gera allt vitlaust.. Nóg um það..
Til stóð að ég færi beint frá DK til DE en vegna úrhellis var útihátíð sem Stuðmenn áttu að spila á aflýst, þannig að ég komst heim til finnunnar minnar, sem var mjög gott.

Núh..

Eitthvað var nú farið í ferðalög, m.a. á Landsmót bifhjólamanna sem haldið var lengst norður í rassgati og var það mjög gaman..
Við skötuhjú fórum svo í nokkurra daga bíltúr með tjald í skottinu.. það var líka gaman.

Allt mögulegt var nú brallað, þó svo að minna hafi orðið úr fríinu en til stóð, aðallega vegna þess að ég gleymdi að segja nei við nokkrum giggum, þ.á.m. Eldur í Húnaþingi/Unglist/Sniglabandið/Ball/útvarpsþáttur.is sem var alveg æðislega skemmtilegt allt saman. Ekki síst hrossið hans Munda og allt það tilbehör og stell (lesist steddl).

Sjálfsagt er ég að gleyma einhverjum hellingi... t.d. að ég "lenti í því" að spila einn þátt með köllunum sem var gaman að FLESTU leiti og hefði verið fullkomlega frábært ef ekki væri fyrir hana Sigrúnu Djé-Pjé áður vinkonu mína, sem eyðilagði líf mitt um stundar sakir... En nú er allt batnað og allir í stuði.

Þeir eru svo miklir snillingingar sniglbendingarnir: Er þeir voru í þann mund að fara í svið á Hótel Örk núna rétt um daginn, tjá þeir mér að ég og Guðf ættum bókað til Parísar 12. september.. Þeir sumsé keyptu undir okkur flug og hótel í 3 nætur og redduðu fríi í vinnunni minni og alles!! Hvað getur maður sagt??
Þessi ferð var æðisleg og býsna kærkomin.. Allir sem ekki hafa farið til Parísar... drífa siiiig!!..

Þetta er nú það helsta sem ég þurfti að segja ykkur lufsurnar mínar.. ég veit að þetta er heldur slitrótt og leiðinleg upptalning á fánýtum hlutum.. ég satt að segja var að vonast til þess að andinn kæmi yfir mig og einhverjar skemmtilegar sögur birtust mér er ég hæfi skriftir, en því miður... ekki núna a.m.k.

Afsakið mig... ef mig skildi kalla..

Passið ykkur á myrkrinu.

s.p.s.

Ég hjólaði u.þ.b. 4000 mílur í sumar, sem jafngildir 6400 kílómetrum, sem þykir víst nokkuð mikið, sem var líka mjög gaman... og er..