miðvikudagur, maí 17, 2006

::: javúll !! :::

Það er mér sönn ánægja að tilkynna, að þið Húnvetningar góðir, sem sóttuð tónleika Útlendingahersveitarinnar tilheyrið brátt hinum ódauðlegu!!!!
Málið er semsagt að tónleikarnir "heima" verða uppistaðan í geisladiskinum sem kemur út með haustinu.... HIPP HIPP.... HÚÚÚÚRRRRAAAAAA!!!

góða nótt.

fimmtudagur, maí 11, 2006

::: ostur.. spægipylsa :::

þetta:



eða þetta..:



og þetta...



góða spurning..

þriðjudagur, maí 09, 2006

::: það er nú það :::

Best að blogga pínulítið...

ræ ræ ræ rææææ ræææ... bloggi bloggi blogg blogg...

Ég hef alvarlega verið að velta fyrir mér upp á síðkastið að skella mér í skóla og ná mér í BA í hljóðvinnslu... En kannski fer ég ekkert út í það.. Væri samt gaman... sei sei já.

Það var ekkert smá skemmtilegt að fá að þvælast með útlendigahersveitinni þarna um daginn.. keyra um á fínum bíl og hlusta á sögur frá tímum Motown og þegar Árni Egils spilaði undir hjá Frank Sinatra og Michael Jackson... Þessir kallar eru búnir að prófa þetta allt. T.d. hefur áðurnefndur Árni spilað inn á rúmlega 2000 bíómyndir, enda er maðurinn löngu hættur að fara í bíó. Samt var þetta ekkert ósvipað og að vera með Stuðmönnum, nema þessar sögur voru bara 15-20 árum eldri :-)

Það er að bresta á með Listahátíð og þá verður allt vitlaust í leikhúsinu og væntanlega ekki mikið bloggað... frekar enn fyrri daginn.

Jæja góðir hálsar. Nú tekur alvara lífsins við.

1/1 og sæl.

þriðjudagur, maí 02, 2006

::: þá er komið aððí!! :::

Já já já... ænó.. þið þurftuð aldeilis að bíða.

Niðurstaðan er sú að enginn vann.. og heldur tapaði enginn.. því að allir eru sigurvegarar..

þaeldénú.

látið nú heyra í ykkur!!