þriðjudagur, október 28, 2003

Sundleikarnir

Nú styttist heldur betur í sunddeildartónleikana... þær fréttir voru að berast að Handsome Joe sér sér ekki fært að mæta, sökum anna...
Annars lítur dagskráin einhvernveginn svona út:
TEXAS SOUND... ungir og mjög efnilegir, mæli með þeim!
KB - Band... Kiddi í kuffélæinu, stóri bjöddn, hulda siggní o.fl. ..... gamlar lummur í nújum búníngum..
emm-sí Svenni Baker and ðe róland trökker bend.... mjög athyglisverð samsuða... lög eftir MC
Öddi málari og félagar... örugglega algjör snilld.
Mundi and ðe familí bend... mundisirrúnarDAGGAR, sirrúndögg, brynja regínu, benni handsome o.fl.... getur ekki klikkað!
píanó dúett.. m.a. frú tónlistarskólastjóri og píanósniddlingur... snilld..
Schnitzell (snellarnir).. Rokka sem aldrei fyrr bæði kovver og frumsamið stöff.. onestlí, við ætlum að vera síðastir til geta haft ROSALEGA HÁÁÁÁÁÁÁTTT!!!

Svo færum við okkur ÖLL yfir á Gunnukaffi þar sem ðe Zetors kemur fram í fyrsta og kannski síðasta skipti..
Það er frítt inn á Gunnu en frjáls bjórframlög vel þegin af zetorum... glúgg glúgg glúgg

mánudagur, október 27, 2003

ðe Zetors... eða hvað?

Hæ og hó og hæhæ og hóhó.... ég hef ei fengið nóg.,,
Nú verður rosalega gaman á Gunnukaffi um næstu helgi.. á föstudaginn verður e-ð band að spila.. EN á LAUGARDAXKVÖLDIÐ mun hin splunkunýja og frábæra stuð.....og dans-hljómsveit ðe Zetors stíga á stokk og stokka stælta skrokka og stinna í skínandi skoppi!! Þessi kyngimagnaða sveit hefur á að skipa úrrrrrvals hljóðfæraleikurum (trommuleikarar teljast yfirleitt ekki til hljóðfæraleikara..he he he), þeim Munda frábæra, Palla heljarskinni, Gvendi í neðra og svo ætla ég að reyna að hanga í takti....
Heyrst hefur að KVH.is, Forsvar.is, RARIK.is og Sparisjóðurinn.is muni standa fyrir fatafellusjói.se í hléi, þar sem boðið verður upp á sænska karlstrippara og kannski e-ð fleira.is..
Það verður semsagt gargandi stemmari.is á laugardagskvöldið.... strax á eftir Sundleikunum í Féló.is... og það kostar EKKERT inn....is

föstudagur, október 24, 2003

niðurstöðurnar...

Þá er skoðanakönnun um performer ársins lokið... spurning um að setja nýja eftir 1. nóv?

hver er lókal performer ársins só far?


tani.is (4) 6%
sven´ennarerlu (1) 1%
seladráparinn frá x-nesi (4) 6%
kári braga (1) 1%
mundisirrúnar (2) 3%
svenni bakari (19) 30%
stóri björn (24) 38%
dórifúsaogbet ehf. (4) 6%
fríða bjarna (0) 0%
einhver annar... hver? (3) 4%

fimmtudagur, október 23, 2003

mér leiðist :-(

jæja.. bloggi bloggi blogg...
Lífið er upp og niður... nú er niður en það er bara til þess að það geti farið upp aftur, ekki satt?

miðvikudagur, október 22, 2003

1. nóv

það á að halda tónleika í féló 1.nóv til styrktar sunddeildinni "okkar".
Þarna kemur m.a. fram fullt af fólki sem ernú kannski frekar þekkt fyrir eitthvað annað en að standa uppi á sviði og syngja og spila. t.d. nýja kvennabandið, ðe trökkers, í síðum nærbuxum, svenni bakari, fríða bjaddna, kiddi kvh, s'nellarnir o.fl.o.fl og svo mun ella ans ei-ils fremja trommusóló í hléi

Svo mun "Mundi prójeggtt" koma fram á gunnukaffi eftir fíneríið í félaxheimilinu og töfra fram helstu perlur íslenskrar dægurlagasögu. Mundi prójeggt er ansi skondinn og skemmtileg samsuða, þó ég segi sjálfur frá og verður enginn svikinn af lagavalinu.... híhí

....ossso....

sunnudagur, október 19, 2003

stuuuuuuð

þetta var geeeeeeðveik helgi....!!
Takk öll þið sem komuð og studduð okkur...

miðvikudagur, október 15, 2003

nú styttist

jæja gott fólk. nú styttist í giggið...
eru ekki einhverjir til í að mæta og stappa stálinu í okkur strákana??

rokkenról

þriðjudagur, október 14, 2003

ðe víkend

nennti nú ekki í bæinn á föstudaxkvöldið.. lenti í baki hjá frú I og var aðeins sullað í röddara.. kíkti aðeins á spertann, fremur dræmt.. vindill og bjór og í háttinn. æfing í bænum fram eftir degi á lau.. leikur..fínn leikur alveg þangað til..já einmitt. Select (ekkert sússí), upp í rútu með Breimkleis og þar var sko STUÐ! Óli Palli kom með og dídjeiaði á ballinu, þokkaleg mæting.. fínt dídjei hjá óla palla og kallarnir bara í ágætis gír.. pakk og bjór og rúta og leigubíll og símatíningur og innbrot (húsráðandinn var nebblega byrjaður með hrotusólóið sitt..). viðbjóðslegasta máltið á "kjúklingastaðnum suðurveri" sem ég hef sett inn fyrir mínar varir ever! (nývaknaði konsertmeistarinn heimtaði þetta).. hafði það á tilfinningunni að ég væri að stytta líf mitt verulega með þessu áti.. en hafði það nú samt. æft.. og æft og gunni bror og hans familý heimsott og þar var borðuð löpp af sauðfé (ekkert sússí)... alveg helv.. gott.... æft meira og heim...
svo er það bara rvík á þri og svo aftur á fim... og þá verður sko sússíað!!!

rokkenról

föstudagur, október 10, 2003

nýjar tímasetningar á Airwaves

jæja... við erum orðnir næstsíðastir á dagskránni.. :-)

Vídalín20:30 Lokbrá

21:00 Han Solo

21:45 Michael Pollock

22:30 Örkuml

23:15 Moody Company

00:00 Handsome Joe

00:45 Úlpa


Helgin framundan :-)

Jibbííí það er alveg að koma helgi....
Og ég ætla sko í bæinn og kíkja "aðeins" á djammið í kvöld... æfing á morgun, Brimkló á Breiðinni / Akranesi annaðkvöld og æfing og SUSHI :-) á sunnudag....

júhúúúú!!

klikkað lið...

Alltaf verður maður jafn gramur þegar fréttist af einhverjum hálfvitum, sem eru að böggast í fólki. þetta virðist alltaf koma upp aftur og aftur... Þessir amlóðar (kk/kvk) hafa svo ekki stærra hjarta en svo að það þorir ekki að koma fram undir nafni.. Hvað er málið? Er einhver fullnægja í því að skíta yfir aðra? Eða..?

Jæja.. fáum okkur bara samloku...

miðvikudagur, október 08, 2003

sviti sviti....

Úr því að æfingin sem átti að vera í kvöld féll niður, vegna lasleika nærri því allra hljóðfæraleikaranna, ákvað ég að skella mér samt í Strandbæ og æfa mig.. það er eitthvað sem gerist ekki allt of oft, miskosti ekki síðan við æfðum í byrginu hennar gínu.. maður var uppfullur af Átrúnaðargoðunum-með-stórum-staf nánar tiltekið John Bonham og Chad Smith sem ég er búinn að liggja yfir að undanförnu.. þvílíkir snillingar eins ólíkir trommarar og þeir eru. Ég byrjaði nú samt á því að æfa mig að verða eins og trommuheilinn hjá Avril Lavigne (jor folt Sigrún :-)). Tók svo til við að æfa og æfa og æfa og æfa öll helstu trikkin frá þessum áðurgreindu snillingum alveg þangað til að ég varð sveittari en allt og farinn að stífna verulega og bassatrommupedallinn þar að auki orðinn sjóðandi heitur...... En það er alveg á hreinu að ég er að fara að gera þetta oftar!

þetta er sko betra en eitthvað hlaup í roki og rigningu!!

goíng hóm....svít hóm

þriðjudagur, október 07, 2003

grey kellingin


ég heyrði út undan mér að Gurry hin vergjarna hefði verið flutt með ofboði til Húsavíkur þar sem hún á að gangast undir lygamælapróf....

mánudagur, október 06, 2003

the holy smoke

jææææks... æft... drukkið..æft...drukkið...æft...giggað...
Helgin fór öll í það að æfa bandið, þ.e.a.s. þegar ekki var afmæli eða ball eða heimsókn í vinnuna hans tana...
Ég rétt náði í ammlið áður en haldið var á ball með fríðu föruneyti..
Ballið var ógeðslega skemmtilegt þrátt fyrir allskyns óvæntar uppákomur.. gleymdi meira að segja alveg að ég dansa aldrei á böllum!! Partý til 7 eða hálfátta eða e-ð og svo æfing kl. 12 á hádegi... ÚFFFFFF!!!!. GiggIÐ kl 20:30, þar sem The Rolling Hopes trylltu lýðinn með fádæma frammistöðu...
Upp úr því hófum við leikinn og tókst bara alveg þokkalega... sviðið var mjög flott og skemmtileg stemmnig í salnum... kakó, kaffi, kex og kerti...
takk þið sem komuð..

miðvikudagur, október 01, 2003

ég trúi því bara alls ekki..!!

Svo ótrúlegt er það nú að FIAT-inn minn fór í gang í dag!!!!
Ætti að verða kominn á götuna á morgun með nýtt púst og fullt af nýju dóti í vélinni... híhíhi... WWWWWRRRRROOOOOOMMMM

(nú þarf bara að finna 200.000.- kallinn til að borga fyrir dæmið...úff... sviti sviti...)