mánudagur, mars 29, 2004

::: Það eru komnar myndir.. :::

Helga er komin með myndir frá Söngvarakeppninni inn á bloggið sitt... kíkið á það

Þetta eru hinar svaðalegu gógómeyjar, talið frá vinstri (held ég), Gígí og Gógó:


óver and át

sunnudagur, mars 28, 2004

::: Dómaraskandall!!! :::
Þetta var nú falleg saga... assgoddi skemmtilegt bara, þó svo að leiðindaatvikið hefði gjarnan mátt missa sín.. Eigum við ekki öll að skora á þennan DÓNA að gefa sig fram og fara í eigin persónu og biðja viðeigandi manneskju afsökunar?
Annars er það að frétta að við Mundi erum í þann veginn að skrifa undir útgáfusamning við Columbia/3dirty sluts inc. já já sei sei..

áf vídersen

föstudagur, mars 26, 2004

::: Nýtt blogg :::

Melrose place... kíkið á það..annars......!!!!

Djeik.

fimmtudagur, mars 25, 2004

::: Lifandi :::

Þvílík vika! Já og síðasta helgi! Já og helgin sem framundan er!!
Vonandi eru gógómeyjar búnar að æfa stíft.. Voðalega erum við Mund(i/a) ( já og gógómeyjarnar) að fara að rúlla þessu upp!!
Það er meira að segja von á heilu kamerukrúi frá Kvikindaskólanum til að festa viðburðin á filmu.... Eins gott að hafa Goðsögnina til taks, ef illa fer....

föstudagur, mars 19, 2004

::: Nó slíp :::
Það er bara þannig, get alls ekki sofið...

Ég er eins og ALLIR vita, algjör dellu-karl... Núna get ég ekki beðið eftir að komast í tæri við trommusetiið mitt (Rauða Yammann sko) og stilla í hann í svona "jazz" tjúníngu... strekkja svolítið vel á öllu, nema bassatrommuni off kors.. bursta og bjuða eins og MF... svo þegar leikar æsast grípa þá spítur úr tösku minni og gósta sem óður væri....
Annars er annað sem ég hlakka enn meira til... :-)

góða nótt...
::: NÚH!!! :::
Fjú fjú......
Fei fei flaaaaahhhh
fú fei fa fa fúfæters... fílífímm pímm pomm!!!

mánudagur, mars 15, 2004

::: Það er búið að aflýsa!!!! :::
Já lömbin mín, Söngvarakeppninni hefur verið aflýst! Þessi ákvörðun var tekin eftir að vér undirritaður og Mundi trylltum lýðinn á æfingu á laugardaginn. Það þykir ekki taka því að halda keppnina þar sem við höfum þegar sýnt hvað í okkur býr og væri það bara óþarfa umstang og vesen að halda þessa keppni..... Eins væri líka leiðinlegt að gefa öðrum þáttakendum falskar vonir.

Annars var ferlega ísígóíng-helgi hjá mínum.. version 1 & 2 hjá gamla og allir í fílíng... Skruppum ásamt afanum í A-Hún til að skoða 1 stk kirkju.... sem er bæ ðe vei teppalögð með ljótustu teppum í heimi! Rétt áður en lagt var af stað í bæinn aftur komum við við hjá hundabóndanum á ósi til þess að skoða Jaskinn... hvílíkt dýr!!! Eðvald Atli (version 1) sagði á leiðinni suður : "Pabbi, ég er ástfanginn af hundinum". Drengurinn sem er yfirleitt býsna var um sig í umgegni við dýr, svo ekki sé tekið sterkara til orða...

Heiðin há!!!!!!!!! já Heiðin er há..... tjalla tjalla tjei... og kannski verður stuð um næstu helgi... hvur veit?

Var ég búinn að segja ykkur að Handsome Joe verður orðin heimsfræg innan tíðar?? Reyndar vantar bandið nýtt nafn... einhverjar tillögur?

Það er gott að vera á dísel......

fimmtudagur, mars 11, 2004

::: tjá tjá :::
Ég ER orðinn gamall.. ég gleymdi voðalega mörgu í 113 um síðustu helgi, meira að segja svo miklu að ég komst ekki inn heima hjá mér, gat ekki tekið myndir, ekki tannburstað mig ...o.fl o.fl. Bjó semsagt á Hótel ma & pa í 2 nætur, þar til elskulegust sendi megnið af klabbinu hingað norður. Mundi þó eftir Opelnum fína og Simmonsinu gula (reyndar settu Palli og Mundi það í Opelinn fína... )

Ég man ekki hvort ég var búinn að nefna upptökurnar sem ég fann um daginn hjá pabba... þetta eru upptökur frá 1995, þar sem hljómsveitin "Flugan" syngur og leikur... merkilega gott, sumt allavega.

Við æfðum á sunnudaginn... hendsomm gengið... gekk nokkuð vel.. allskyns tilraunir í gangi þar. Í pásunni skelltum við okkur á dýrasta kaffihús í heimi; Súfistann. Ég væri ekki hissa þó það leyndust raðgreiðslusamningar í skúffunum á þeim bænum....

Og svo gleymdi ég líka álfelgunum og trommusettinu!!!!!

mánudagur, mars 08, 2004

Nýr bíll!
Já já... sei sei... minn kominn á "nýjan" bíl... Opel Omega 2.5 TDI stassjón. 6 strokka gasolíumaskína með forþjöppu, sjálfskiptur eðalvagn, eðal-vínrauður... alveg hjúds sko og hefur afl á við 130 lifandi kjötstykki á fjórum fótum! Smíðaður í Bæjaralandi eða í nágrenni þess, sumarið 1999.... Þetta skip rúmar alveg ágætlega drengina tvo, trommusettið, hund og jafnvel einn - tvo einstaklinga af homo saphiens gerð til viðbótar!

Og það er bannað að tala um formúlu!

lifið 1/1

fimmtudagur, mars 04, 2004

Þetta er ALLLT að gerast!!!! hér er smá til prufs

Þá er hægt að fara að lauma inn myndum bráðum!!! sei sei já.... kominn með vefsvæði og alles!!! og kannsko líka Opel á morgun!

mánudagur, mars 01, 2004

::: Daglegt brauð...... eða ekki :::
Af hverju er það svo að mann langar að setjast niður af og til og lemja með puttunum á einhverja maskínu, til að búa til samsetningar af orðum um það sem maður er að pæla þann daginn? Er þetta einhver þörf fyrir sjó-off eða hvað?

Tónleikar í dag á vegum tónlistarskólans í kirkjunni. Við "ungu" kennararnir höfðum kirkjuna út af fyrir okkur og nemendur okkar, ásamt gestum og gangandi... gengu bara ljómandi vel, þrátt fyrir að lítil þáttaka væri af hendi slagverksnemanda. Sumir nemenda gengu svo hart að sér að mæta flensaðir og stóðu sig með prýði eins og allir aðrir á þessum tónleikum.

Fyrst talið berst að kirkju, þá er brúðkaup fyrirhugað í sumar.... nánar tiltekið síðustu helgina í júlí!

Hugrún var e-ð að kvarta yfir því að hún skildi ekki hvað ég er að blogga. Eins og flestir vita þá er hún auk þess að vera ljóshærð, ættuð frá Blönduósi :-)

Við Zetorztrákar ætlum að mála Vogana köflótta um næstu helgi í afmælisfagnaði gunnu kín, milli þess sem bumbuzetor gengur á fjöll!!!! Þeyst skal af stað í riiiiiiisastórum ammrískum pikköpp að kveldi frædags.... riiiiiiiiiiiisastórum sko!!!

Handsome Joe áætlar að spila á tónleikum 25. mars n.k. í rekkjavikk.. nennir einhver að mæta???


Hafið bláa hafið hugann dreeeeeeegur........