mánudagur, júlí 26, 2004

::: lukka :::
 
Þetta sumar er búið að vera meira og minna grenjandi lukka og hörku stemmari...
Allt frekar mikið að gera, en fer nú að róast eftir verzlunarmannahelgina.. já eða útlendingakvöldið.. eða..... ehemm...

Unglist búin.. allt frábært !

Þeir sem misstu af tónleikunum á föstudagskv. í Félagsheimilinu hljóta að gráta sig í svefn í margar vikur... þetta var ææææði!! Åsa alveg mögnuð, þrátt fyrir kvef og raddleysi!.. Melodikka eins og alltaf... verður betri og betri... o.s.frv.
Åsa þessi var alveg svakalega hrifin af öllu hér... enda rólegheitin og andrúmsloftið töluvert öðruvísi en í New York.. og er von á henni aftur fyrr en síðar...

paparnir svaðalegir as júsjúal... en mömurnar...ehemm.... tjahhh... alveg hörmulegir!! óvenju hörmulegir!! :-)

har det bra..

 
::: Bráðum kemur blessað bloggið :::

mánudagur, júlí 19, 2004

::: margt margt :::
 
Það er bókstaflega búið að gera allt voðalega mikið mögulegt undanfarnar vikur.. matvælasýningin HO HO 2k4 gekk ljómandi vel.. svo var ég í góðu yfirlæti á króknum. sjaldan fengið eins þægilegt djobb á ævinni!! Hér um bil M&M (mætt og mixað).. setið í sólbaði á kaffi-krók í milli gigga...
Bíllinn minn er illa klesstur eftir árekstur við sauðfé :-( . Sit uppi með einhverja Renault tík á meðan lappað er upp á olíubílinn... Óhappið átti sér stað í Dölunum fyrir réttri viku síðan... Var á leiðinni með fullfermi af græjum í bústað í Haukdal (sem er bæ ðe vei svakalega flottur dalur), þar sem við félagarnir eyddum viku saman við æfingar og upptökur.....
Það er ekkert grín að koma fyrir farangri, sem fyllti stóra steisjoninn í runó tíkina!!! En Jói reddari reddaði því með auka plássi í japananum sínum...
 
Svo er það bara UNGLIST!! ALLIR Á ALLT!!!
 
adios... 

fimmtudagur, júlí 01, 2004

::: Hoho :::

Nú er sá gamli bara búinn að vera á Hellu í voðalega marga daga..
Veðrið búið að leika við mann... já eða kannski leika sér að manni.. Þó ég sé nú að norðan, þá man ég ekki eftir svona rosalegu roki eins og var hérna..tjah, líklega á laugardaginn, gleraugun meira að segja fuku af nefinu.. Í gær var rigning...svaðaleg rigning.. svo mikil rigning að allt fór að leka...allavega eitt dómhúsið lak svo mikið að allt fór á flot og lókal tölvukerfið datt á hliðina.. Internetið henti sér úr sambandi á svipuðum tíma og rafmagnið fór, í smá stund... Það er óhætt að segja að nokkrir tóku undir sig fjölmörg stökk og valhoppuðu í takt við ljúfa tóna Gunnars Þórðarsonar, sem hafa svifið yfir vötnum allt mótið.... Allt komst í lag að lokum, en maður bíður bara eftir einhverju skemmtilegu :-)

Mótið verður formlega sett í kvöld og þá er eins gott að vera sæmilega á tánum...

Annars er ég búinn að spila tvö kvöld með lókalbandi hér einu sem heitir Ernir... Svo undarlegt sem það er, þá gerðist það í fjórða skipti á mínum "ferli" að trommarinn hætti eftir að ég var búinn að spila.... ekki gott mál sko...

Hafið það sem best elskurnar..