fimmtudagur, nóvember 30, 2006

::: blóðmör :::

 

langaði bara að sýna ykkur mynd frá tónleikum Sniglabandsins. Þessi var tekin af honum tobba frá hliðarsviðinu í þann mund er Blóðmör sté á svið í öllu sínu veldi. Þess má geta að einungis sést í 3 fetilbumbur af 5 !!!

Það er jafnvel von á fleiri myndum... jafnvel af mergjaðasta bandi sem ég hef séð og heyrt.. húsbandið úr rockstar, sem ég er jú að vinna með þessa dagana.

Kannski er von á bloggi líka einhvern daginn..

óver&át

zil Posted by Picasa

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

::: Tónleikar..eða eitthvað þannig :::

Leikar í Borgarleikúsinu

23. nóvember 2006. / miðasala í fullum gangi.

Tónlist!

Fjöldasöngur!

Ávörp!

Leynigestur!

Einleikur!

Tvíleikur!

Þríleikur!

Fjórleikur!

Fimleikar!

Samleikur!

Sundurleikur!

Kröfuganga!

Kaffiveitingar í hléi!

Búktal!

Töfrabrögð!Sniglabandið stendur fyrir gríðarmiklum útgáfutónleikum á hinu glæsilega

Stóra sviði Borgarleikhússins.

Kannski ofureinföldun að tala um tónleika því hér er um skynvilluhátíð að ræða,

þar sem möguleikar leikhússins eru nýttir til hins ýtrasta.

Sviðið verður t.d. lýst upp með rafljósum í mörgum mismunandi litum.

Ráðnir hafa verið sérmenntaðir magnaraverðir til að hafa hemil á hávaðanum

því tónleikarnir verða magnaðir upp með rafspennu sem er síðan breytt í hljóðbylgjur.

Fjöldi persóna sem hafa fylgt hljómsveitinni í gegnum tíðina stíga á svið og

ávarpa áhorfendur og hljómsveitina.

Sýnt verður fram á rangfærslur í grunnforsendum afstæðiskenningarinnar

sem hafa ótvírætt skemmtana- og næringargildi.

Leikarnir verða haldnir að kveldi 23. nóvember og standa alveg þangað til yfir lýkur.Miðasala í Borgarleikhúsinu.Nefndin.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

:: sei sei :::

Þá er komið að bloggi góðir hálsar!

Senn líður að jólum, allavega virðist svo hér í borg óttans. Jólaskraut komið utan á Kringluna og hvaðeina. Ég er svo mikið á móti því að halda svona haust-jól.. enda verður maður löngu orðin leiður á skrautinu og glysinu þegar jólin loksins koma.

Ég átti ammli um daginn og fékk forláta úr í ammlisgjöf.. voðalega fínt!

Eins og alltaf, hefur verið mikið að gera upp á síðkastið, þó aðeins sé farið að róast aftur í bili... sem er hið besta mál!

Frúin var að fá sér bíl.. Fundum þennan afskaplega fína bíl á virkilega góðum kjörum. Þetta er svona púta sem eyðir engu, en er samt alveg þrælskemmtilegur til aksturs. Synir mínir eru vægast sagt alsælir með gripinn, enda eru allskyns "gadget" í honum sem ungum mönnum þykja skemmtileg.

Jæja.. vinnan kallar (mig Silla)...

Hafið það sem best öll sömul.