mánudagur, ágúst 30, 2004

::: frí!! :::

jibbí!! sumarbústaður á morgun... og hinn... og hinn.... og hinn... og hinn :-)

fimmtudagur, ágúst 19, 2004

::: LITIR!!! :::

þetta er nú meira svona skyldu-blogg...

Lenti í smá skemmtilegu á miðvikud., drengir mínir hafa upp á síðkastið verið hjá mér í sumarleyfi... Venjulega hefur þessi sumarleyfistími okkar talið sléttar TVÆR vikur... Síðastliðinn mið., þá voru TVÆR vikur liðnar frá því að ég "fékk" þá til mín, og var ég í þann mund að leggja af stað til Reykjavíkur, nema EAS v.1.0, fannst ekki þrátt fyrir ítrekaða leit... svo ítrekaða að pabbanum stóð vart á sama um tíma.... En í þann mund er undirritaður var farinn að ímynda sér alls kyns ófögnuð og vitleysu mætti ég unga manninum við annann ungan mann, skælbrosandi með roð(a) í kinnum .."hææææææ pabbi!!!!".. urðu þá miklir gleðifundir...,,, núh... móðir þeirra hringdi í mig ( ég hafði nokkru áður sent henni skilaboð..SMS um áætlaðan brottfarartíma okkar feðga til móðurhúsanna) og var nokkuð þrumulostin yfir þessu öllu saman... þ.e.a.s. að ég væri í þann mund að leggja af stað með piltana til hennar, því ég hafði víst jánkað því að hafa þá til tuttugasta, í stað þess átjánda... urðu þá allir sáttir og fóru heim að sofa... :-)

Ég er sem sagt búinn að vera meira og minna í fríi undanfarnar 2 vikur.. og allt hefur verið frábært!!

svo er bara að vinna smá... og svo aftur frí!! ja vist!! ég á von á gesti frá útlöndum og þá verður gaman!! og svo er ég sjálfur að fara til útlanda og kem aldrei aftur!!

bæ....


mánudagur, ágúst 16, 2004

::: skemmtileg helgi :::

Já það var ansi hreint gaman hjá okkur í hljómsveitinni sem ég man ekki hvað heitir... palli man það.... á lau.. Sett var saman band í tilefni ættarmóts í Ásbyrgi... band þetta samanstóð af mér, er barði ofurblítt á bumbur, Gósa sem strauk 6 strengda spýtu, Les-Paul er kitlaði 4 strengda lág-gígju og einaribróðurpáls er þjappaði lofti í erg og gríð... tókst þetta vonum framar og voru allir komnir út fljótlega eftir að við byrjuðum... hehehe... nei nei.. þetta var gaman og er talið að flestir hafi skemmt sér nokkuð vel..
Ég er búinn að hafa afkvæmin mín í rétt tæpar 2 vikur og hafur það verið svona líka voðalega skemmtilegt og verður þeirra sárt saknað af föður sínum, er þeir hverfa aftur til borgarinnar, til móðurhúsanna...

Sverige er á dagskránni, ásamt fleiri skemmtilegum stöðum, sem verður ekki farið nánar út í að þessu sinni...

Ég er sem sagt á lífi og ekki sokkinn í sollinn, (heyrði það um daginn að ég væri sokkinn djúpt í fen spillingarheims, þar sem ólöglegir vímugjafar ráða ríkjum!!!!!)...

Svo að lokum... hér er 1 stk lag, sem heitir Coma... væri gaman ef þið kíktuð á þetta og segið í hreinskilni hvað ykkur finnst..

einíveis... hevv a gúdd tæm...

þriðjudagur, ágúst 03, 2004

::: hallelújah :::

Guð er máttugri en allt annað!!! Þetta fékk ég að reyna um nýliðna verslunarmannahelgi. það er með ólíkindum hvað það er magnað að verða fyrir þvílíkri vitrun og snertingu... svo mikið að orð geta ei lýst þessu fyrir þann er ekki hefur orðið fyrir slíku!!! Dýrð sé Guði!

Eins og segir í sálminum : Því að Drottinn Guð er sól og skjöldur, náð og vegsemd veitir Drottinn. Hann synjar þeim engra gæða, er ganga í grandvarleik.
- Sálmur 84:12.


Amen