mánudagur, ágúst 28, 2006

::: fjandans óheppni :::

Þá er búið að gera seinni tónleikana með sinfó norðurlands. Það gekk ekki síður vel en þeir sem voru haldnir á Klambratúni fyrir rúmri viku síðan. :-)

Ég var samt svo óheppinn þegar við vorum að ganga frá eftir tónleikana að einhvernvegin tókst mér að velta stóra effektarakknum hans Einars Björns ofan á vinstri ristina mína... Ég er sem sagt skoppandi um á hækjum þessa stundina.. sem er ekkert spes..
Þó var ekki hægt að hugsa sér betri stað á landinu til að lenda í svona löguðu, því Imba sys og Biggi mágur eru náttúrulega atvinnumenn í að ganga á hækjum!! Ég fékk því crash-course í því hvernig maður ferðast um á "4 jafn-hægum", og kann ég þeim bestu þakkir fyrir!!.

Jæja.. best að blogga ekki yfir sig..

bæ.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

::: grobb :::

Það var gaman að lesa ummæli eftir tónleikana á Klambratúni / Miklatúni, s.l. laugard.

Jónas Sen skrifaði m.a. í gagnrýni sinni í mogganum: "...Hljómsveitin spilaði oftast ágætlega og var hljóðblöndunin (sem alltaf er vandasöm þegar heil sinfóníuhljómsveit á í hlut) vel heppnuð."
Eins var Þórunn Sigurðadóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar hress með þetta: (Fyrirsögn) "Ótrúlega góður hljómburður á Miklatúni". Og svo seinna í viðtalinu: ".. Mér fannst þeir **tónleikarnir** mjög glæsilegir og hljómburðurinn á túninu var ótrúlega góður".
Hjálmar H. Ragnars sagði "Um kvöldið fórum við fjölskyldan rakleitt á tónleikana á MIklatúni, sem voru framúrskarandi vel heppnaðir".

Ég bara gat ekki stillt mig um að grobba mig af þessu...

yfir og út..

sunnudagur, ágúst 20, 2006

::: tíðindi :::

Ágætu aðdáendur og aðrir lesendur.

Af tæknilegum ástæðum verður töf á skúbbinu um óákveðin tíma...
Töfin er vegna seinagangs ÞjóFhátíðarnefndarinnar í VeRstmannaeyjum (punktur).

En engu að síður eru tíðindi mörg, þó ég fresti því að tala illa um þjóFhátíðina í VeRstmannaeyjum... en það kemur!!! (annar punkt

Síðast og helst ber að nefna ægilega mikla tónleika, sem ég mixaði í gær fyrir fleiri þúsund manns... béemm vaddlá sponsaði sem sagt 50 manna sinfó-norðurlands og fékk auk þess voða fræga íslenzka söngvara til að koma og tralla með... þetta gekk sæmilega.. enda alls ekki hlaupið að því að reyna að búa til akkústik úti undir berum himni, fyrir utan að tími til sándtékks og æfinga var býsna knappur... og fyrir utan að á meðan sántékki og æfingum stóð, stóð rokið beint inn á sellóin og söngmækana, sem orsakaði svona undirliggjandi kghghghghghghghghghghg-hljóð.....
Þetta var allavega stærsta og mesta tjallens, sem ég hef lent í... það góða við þetta er að ég fæ annan séns um næstu helgi, þar sem nákvæmlega sama dæmið verður flutt á AK..
Annars er sumarið búið að vera alveg stórkostlegt!!!... Spánn... ættarmót og alls kyns gleði.. og nú er ég búinn að hafa strákana mína hjá mér í 2 vikur... ég á virkilega eftir að sakna þeirra, þegar þeir fara til mömmu sinnar á morgun.. Og hugsa sér.. sá litli.. v.2, er að byrja í skóla!! Litla barnið mitt!!

lifið 1/1

Svo er náttúrulega komið nýtt lúkk, enda tímabært og kannski verður það til þess að ég verði pínulítið duglegri við blogganir.... hvur veit... ekki ég...

mánudagur, ágúst 14, 2006

::: það er von á bloggi :::

Það er von á stóru bloggi, um leið og samþykki fæst!!! nó kiddíng.. það er skúbb á leiðinni, þið skúbbþyrsta þjóð!