laugardagur, janúar 31, 2004

Viðurkenning
Það sem var svo tilhlökkunarvert í gær var það að við Unglistargengið fengum viðurkenningu fyrir Unglist 2003, frá fjölmiðlahóp hér á svæðinu, sem þau Elín Líndal, Bjössi Trausta og Kalli Sigurgeirs skipa..
Þetta var mjöööööög ánægjulegt og hvetjandi, og minnkar ekki stoltið af hátíðinni við þetta :-)

Allavega nú er ég í hlutverkinu þessa helgina, alveg sérdeilis prýðilegt... Eyþór að koma til mín í fyrsta skipti í 1 1/2 mánuð. Karlanginn búinn að vera lasinn og einu sinni missti ég úr helgi sökum ófærðar, sem er reyndar aðeins í annað skipti síðan þessi ferðalög hófust... Það er semsagt líf í kofanum þessa helgina...

teik kjer...

föstudagur, janúar 30, 2004

Spennandi dagur framundan
Júbb.. þessi dagur á eftir að verða skemmtilegur. Fyrir utan hefðbundna HVT-RVK-HVT ferð, þá er nú annað sem ég hlakka ekki síður til.....duló duló duló.....

leiter...

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Leikir

Palli sagði mér að segja að við stóru strákarnir ættum ekkert að vera hræddir við segja frá tölvuleikjamaníunni sem virðist aldrei eldast af manni...
Ég er allavega blýsperrtur að drepa vonda kalla... rosa stuð, líka af því að það er ekkert game over... eða þannig. Bara click fire to continue..

.....
ADSL!!
Það er komið...ADSL-ið.. nú er lífið á enda.. :-)

miðvikudagur, janúar 28, 2004

Dagurinn á enda

Fékk e-mail í dag frá Hólum í Hjaltadal.. hljóðkerfið e-ð að stríða þeim, alltaf gaman að koma þangað.
Basl með hljóðkerfið í Víðihlíð, redda því í kvöld.
Upphringing frá þeim sem ætlar að leiga "okkur" kerfi fyrir Söngvarakeppnina, þarf að setja saman "final setup" í kvöld.
Samtal við ákveðinn aðila vegna hugsanlegar vinnu v/hljóðkerfi fyrir sunnan í sumar, ef ég læt það eftir mér að skreppa þangað í 1-2 mánuði...

Svona eru dagarnir ótrúlegir stundum. Suma daga fyllist allt hér af þvottavélum eða uppþvottavélum. Stundum eru það lítil heimilistæki eða tölvur o.s.frv.

Já það er margt skrýtið í kýrhausnum...

Heyrði í gömlum bestavini í Hollandi.. Vá hvað mig langar að skreppa þangað, frábært land með frábæru fólki í. Það er ekki eins og einn vinur minn talaði um Frakkland... "Frakkland er fínt, það er bara allt of mikið af frökkum þar!..."
Í Hollandi má allt... Einu sinni sat ég ásamt fleirum á útikaffihúsi þar að kvöldlagi og horfði á mannlífið: ... Þar var fullt af fólki, sem gerði ósköp venjulega hluti eins og að hjóla með farþega á bögglaberanum : bannað á íslandi, með hundinn sinn á kaffihúsinu :bannað á íslandi, einhver var að redda matarboði með því að kaupa nokkrar flöskur af víni á kaffihúsinu : bannað á íslandi....o.fl. o.fl. o.fl.... Svona er þetta, við lifum í litlu Svíþjóð, þar sem allt er bannað og verðum víst bara að sætta okkur við það..
Ég er farinn....

heido..

þriðjudagur, janúar 27, 2004

Úff.. er þetta sniðugt?

Fréttablaðið, Þri. 27. jan. 07:37
Kennir fólki kannabisrækt
Kannabisræktun er ólögleg en það er ekki ólöglegt að kenna fólki að rækta kannabis. Þetta hyggst Ólafur Skorrdal nýta sér en hann býður fólki upp á námskeið í ræktun kannabis.

"Við munum halda námskeiðið á mörgum stöðum. Fólk fær ekki að vita hvar námskeiðið verður fyrr en skömmu áður en það verður haldið," segir Ólafur og segir það gert til að lögreglan sé ekki að hafa afskipti af námskeiðinu, auk þess sem þeir sem sæki námskeiðin vilji væntanlega ekki að fylgst sé með þeim. Hreint sakavottorð þarf til þess að sitja námskeiðið.


Ef þetta er ekki grátt svæði, þá veit ég ekki hvað.
Hundurinn...

Hundurinn væntanlegi hefur fengið nafn... JASKUR.. Mér finnst það vel við eigandi..
Meira dót!!

Æm lúsin itt... ADSL á morgun eða hinn. Þá endanlega er ég búinn að fyrirgera mínu lífi..
ég gefst upp...

klinkfamily er farið... blogextra er komið.. fróðlegt að sjá hvað það hangir lengi inni..

mánudagur, janúar 26, 2004

Og þá.....

Skrýtið.. Nú er bara allt dottið í dúnalogn og rútínan verður aftur hversdagsleg.
Tölvan mín er svahakalegt tryllitæki!! jeeedúddamía.. búinn að vera að spila Need for speed / Underground, eins´og lítill strákur.. þvílíkt fjör. Ég gjörsamlega missti mig í honum í gærkvöldi eftir tónleikana..... wwwwrrrrrooooommmmmm.. Það var ekki fyrr en eftir 1 og hálfan sígarettupakka og tvo bjóra (það er allt í lagi að vera aðeins í því á 300 km/h), sem ég nauðbeygði sjálfan mig til að ganga til náða..

Dagurinn í dag er fremur stuttaralegur.. Jarðaför, þannig að er engin kennsla eftir hádegið...

Já... 1 N. ég var e-ð að hrósa Klinkfamily draslinu... auðvitað er það bilað hjá mér eins og öllum öðrum, ætla samt að gefa því smá séns í viðbót..

sí búmm sí búmm..

fimmtudagur, janúar 22, 2004

Pakkinn... ca..

XP2500 processor 2GHz, 640 kb cache, voðalega hljóðlát vifta (þeink god for ðett).
512 Mb /400MHz minni
hljóðkort með DIGITAL 5.1
120 Gb harðfiskur.
256 Mb skjákort
Combo drif (DVD / CD-skrifari)
og e-ð meira dót í poka....

já já... maður er klikk...sei sei já...
Vá hvað það getur verið gaman að lifa...
Söngvarakeppni grunnskólans var haldin í gærkveldi, eins og voða voða margir vita. Ég get sagt ykkur það að það var sko ekki leiðinlegt að mæta í kennslu í dag á Laugarbakka, allir voðalega kátir og ánægðir með frammistöðu allra. Ég get sko alveg verið sammála þessu, enda var mikið lagt í þetta að þessu sinni. Með fullri virðingu fyrir öllu og öllum hefur mér oft fundist að hljóðfæraleikarar sem taka viðlíka verkefni að sér, reyni að "sleppa frá þessu" eða "já já... þetta er fínt", "fínt fyrir þennan pening".. Veit ekki hvort þið skiljið hvað ég meina.. EN. Með þvílíkar sprengjur eins og Ellu og Jóa... og Palla líka, þá er sko ekkert svoleiðis attitude. Málin eru krufin í botn og verður líka árangurinn eftir því....
Ég klikkaðist áðan og keypti mér svakalegan "upgrade-pakka" í borðvélina mína.. úff.. dýrt og skemmtilegt. Mér líður sjalfssagt svipað og sumu fólki þegar það fer á Kringlufyllerí með Visa kortið að vopni, nema ég á ekkert Visakort... ég veit ég er heppinn maður...
Að lokum... hér er linkur á býsna skemmtilegt og oft djúphugsað blogg hjá henni Helgu Kvam tékkið á þessu...

blebb..
Þá er þetta allt að verða búið.... sei sei já..
og best að fara að saga af sér löppina....ræ ræ ræ ræ ræ ræræ....

Palli þú ert ennþá meiri meiri kallinn heldur margir aðrir meiri kallar... Jói er er ekki síður myndarlegur en Helgi á Heggstöðum og Ella er TÓN!!!!
Sjálfur heiti ég m.a. Ívar og er alveg bærilegur..

Takk fyrir og góða nótt..

þriðjudagur, janúar 13, 2004

snjóhóhóhór!!!
Mig langar í jeppa!!! NÚNA!!

mánudagur, janúar 12, 2004

emm emm emm
Fyrst að tilvonandi móðirin er að grobba sig af einhverjum skáp á prívatinu sínu, þá verð ég nú bara að segja ykkur frá því að ég fæ sko hönnunarverðlaun Bang&Olufsen þetta árið... Var sko setja upp alveg geggjað ljós!!! OG ÞAÐ ERU FLEIRI Á LEIÐINNI!!!!

auf wiedersehen
NEI NEI NEI
Hvenær er það í þroskaferlinu, sem maður lærir að segja NEI?

laugardagur, janúar 10, 2004

Svona er þetta
Svo það fór þannig að blessunin datt út úr Idolinu.
Það eru einhverjir þarna úti sem eru ekkert óánægðir með það. þrátt fyrir það hvernig hún er þá á hún eftir að brillera einhvertímann þegar og ef hún finnur sinn "karakter".
Mér finnst húin vera svolítið eins og maaaaaargar aðrir söngstelpur, geta sko sungið alveg rosalega vel. Hafa þetta allt nema.... vantar karakter... eitthvað svona úník. Reyndar sá ég ekki þáttinn í kvöld en þetta er það sem mér finnst og nú verð ég drepinn.. Mundi þú skrifar eitthvað fallegt um mig....

ble....
Vell vell ellskuddnahr
Þetta er nú aldeilis búin að vera rosalega hund-helvíti leiðinleg vika, en nú er hún brátt á enda og þá hlýtur allt að verða gott aftur.
Ég var að horfa á Djaggerinn áðan í sjónvarpinu. Kallinn er flottur..punktur! Ég er einmitt að lesa ævisögu Kíþþs Riddsjards um þessar mundir og það er ferlega gaman að ímynda sér allt það sem hann (Mikk sko) hefur gert (eða allavega samkvæmt bókinni).
Svo ég haldi nú áfram að tíunda fyrir ykkur sjónvarpsdagskrá kvöldsins, þá horfði ég á gamlan..... alveg eeeeeldgamlann þátt af Ædol : Egill Ólafs var semsagt gestur hjá Jóni í kvöld... Egill er náttúrulega töffari töffaranna, eins og Mikk. Eftir allt þetta gláp er ég búinn að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég er orðinn stór... Töffari!!! Já... ég ætla að verða svona Mikk Ólafs.. hvernig ætli það sé? Kannski er Stíven Tæler einmitt svoleiðis týpa, þ.e.a.s. ef hann rakaði af sér allt hárið og færi í ljós og gymmið og hámaði í sig kreatín í flórídana í 1/2 ár...
Nei annars... ég er hættur við.... Ég ætla bara að halda áfram að vera parttæm trommukennari og allt það, með allt mitt hár, á Hvammstanga...

Góðar stundir..

miðvikudagur, janúar 07, 2004

dánartilkynning
Þá eru kettirnir látnir.. ég réð hit-man... já eða kannski frekar hit-woman í djobbið...

mánudagur, janúar 05, 2004

Þá er maður lifnaður við að nýju...
Það er lengi von á einum, eins og stundum er sagt.. en hér ég.

Hátíðirnar voru svona assgoddi fínar, með öllum þessum messum og mat.. já já sei sei.
Kass...mír voru assgoddi fín á ballinu... já já sei sei já...
Nú er allt gjörsamlega komið á stútfullt við að undirbúa allan fjandann... oþaeldénú!

Voðalega getur nú stundum verið stutt á milli gargandi hamingju og gleði og tómra leiðinda og vanlíðunar... ég er mikið að spá í að fara út á kattaskytterí!! ÉG HATA KETTI!!!

bless í bili... og þá meina ég í bili.