þriðjudagur, apríl 24, 2007

::: tjá tjá tjá :::

Það er nú búið að vera meira stuðið á manni upp á síðkastið!!
Árshátíðin í Berlín var algjör snilld, eins og ferðin öll. Gaffer sló heldur betur í gegn, enda fengum við valinkunna gesti til að forsyngja fyrir okkur. Hanna Maja, Teddi Júl, Langi Seli, Bergur Ingólfs (Tarzan), Dóri Gylfa auk Berlínarbollunar Andreu G. Stemmningin var þvílík að annað eins hefur vart sést áður... a.m.k. ekki á þessum stað sem við spiluðum.
Eftir berlínarævintýrið var haldið í helgarferð til Reykjavíkur. Strax eftir þá ferð hélt ég til kóngsins köbenhán ásamt nokkuð fríðu föruneyti. Tilgangur ferðarinnar var að halda ball og fínerí í danmerkurbæ.. (þó ekki Gaffer).. Tókst það með eindæmum vel í alla staði.
Mjög illa gekk að komast heim, þar sem einhver eyðilagði nefhjól þotunnar okkar og máttum við d(j)úsa á Kastrúpp í 14 klst. Auðvitað var bara slegið upp veislu þar sem veigar voru alls ekki af skornum skammti.
Maður er svona rétt að ná sér eftir þetta....

Kannski koma einhverjar myndir frá þessum frægðarförum... hvur veit..

hei hei.

mánudagur, apríl 16, 2007

::: Meira fyrir Palla :::

 

Svona var nú transportið fínt í Berlíni!

Ég veit barasta ekkert um þetta apparat, nema að það er drullu-flott.
Posted by Picasa

fimmtudagur, apríl 05, 2007

::: handa Bigga & Palla :::

GPZ900R Specifications

Type
4-stroke, 4-cylinder, dual over head camshaft, liquid-cooled

Displacement cc
908

Bore and stroke mm
72.5×25.5

Compression ratio
11.0

Maximum horsepower PS / rpm
115 / 9,500 *

Maximum torque kg·m / rpm
8.7 / 8,500

Ignition system
Transistor

Lubrication system
Wet Sump

Starting system
Electric

Carburator type
Keihin CVK34

Transmission type
6-speed,constant mesh,return shift

Clutch type
Wet multi disc

Final drive system
Chain

Gear ratio

1st
2.800(42 / 15)

2nd
2.000(38 / 19)

3rd
1.590(35 / 22)

4th
1.333(32 / 24)

5th
1.153(30 / 26)

6th
1.035(29 / 28)

Primary reduction ratio
1.732(97 / 56)

Final reduction ratio
2.941(50 / 17)[2.882(49 / 17)]

Overall drive ratio
5.276[5.170]

Frame type
Tubular,Diamond

Castor(rake angle) degree
29

Trail mm
114

Tire type
Tubeless

Tire size

Front
120/70V17-V250

Rear
150/60V18-V250

Brake type

Front
Dual Disc

Rear
Single Disc

Braking distance m/kmh(ft/mph)
12.5 / 50

Suspention type

Front
Telescopic, air

Rear
Uni-trak, air shock

Overall length mm
2,200

Overall width mm
750

Overall height mm
1,215

Wheelbase mm
1,495

Road clerance mm
140

Dry weight kg
228

Minimum turning radius m
2.7

Fuel tank capacity L
22

Engine oil tank capacity L
3.0

Top Speed 153 MPH (245 KMH)


... og þar hafið þið það!!! :-D

sunnudagur, apríl 01, 2007

::: stuuuð :::

Það er búið að vera svo gaman um helgina!

Ég var rétt í þessu að klára sýningu á "Ást", sem var sú 4. á jafn mörgum dögum. Bullandi gangur á þeim bænum.
Í gær keypti ég hjálm handa G-finnunni og fórum við smá rúnt. Sem betur fer þótti henni mjög gaman á hjólinu og vildi bara helst ekkert hætta að hjóla!
Í gærkvöld ( eftir sýningu ) skrapp ég heim til Jóns Þórs "bróður" þar sem stödd voru skötuhjúin Mundi "bróðir" og kona hans; Sdögg. Þar var drukkið pínulítið og allir í svaka stuði!
Þar sem Ronja ræningjadóttir er loksins komin í rekkju og nennir ekki að sýna sig meira .. í bili a.m.k.... þá átti ég í frí í dag ... fram að sýningunni í kvöld.. sem gaf okkur hjúum ( þó ekki hjónum.. ennþá a.m.k. )tækifæri til að fara í ökuferð á fáknum fráa, og fórum við um víðan völl á þessu yndislega farartæki. M.a að Þingvöllum o.fl., eftir að hafa fengið lánað það sem upp á vantaði í hlífðarklæðnai á G, hjá Bó Pló frænda mínum.
Þetta var náttúrulega frábærlega skemmtilegt og fengum við hér um bil allar gerðir af mögulegu veðri.. þó hvorki snjókomu né sandstorm, en eiginlega allt annað en það.

Sem sagt.. helgin var alveg frábær!!

Þið verðið að afsaka þennann snubbótta pistil, en kallinn er ofurlítið þreyttur núna og lofar bót á þessu fljótlega.

Farið vel með ykkur,

Sil